Bolli Þóroddsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Bolli Þóroddsson.

Bolli Þóroddsson vélstjóri, vélvirkjameistari, vélfræðingur fæddist 16. janúar 1918 á Einhamri í Hörgárdal, Eyjaf. og lést 13. nóvember 2012.
Foreldrar hans voru Þóroddur Magnússon bóndi á Einhamri og í Vallholti í Glæsibæjarhreppi, f. 29. júní 1985 í Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal, d. 3. janúar 1970, og kona hans Þórey Sigurðardóttir frá Sámsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði, húsfreyja, f. 27. desember 1889, d. 10. desember 1935.

Bróðir Bolla var Njáll Þóroddsson kennari, búfræðingur, f. 28. júlí 1919, d. 11. apríl 1997.

Bolli ólst upp með foreldrum sínum.
Hann gekk í farskólann í Kræklingahlíð í Eyjafirði 1932, Gagnfræðaskólann á Akureyri 1935, var í Héraðsskólanum að Laugarvatni 1938-39, Samvinnuskólanum í Reykjavík 1939-40.
Bolli var í iðnnámi í Iðnskólanum í Eyjum og Vélsmiðjunni Magna hf., tók sveinspróf í vélvirkjun 1948, hlaut meistararéttindi 1955.
Hann tók minna mótorvélstjórapróf 1937 og meira prófið 1943, vélstjórapróf í Vélskólanum í Reykjavík 1949 og rafmagnsdeild 1950.
Bolli starfaði ýmist við vélstjórn á skipum, verkstjórn í vélsmiðjum og við uppsetningu véla í orkuverum, Búrfellsvirkjun og Sigölduvirkjun.
Þau Svanhvít giftu sig 1942, bjuggu á Helgafellsbraut 1 við fæðingu Alfreðs Hjartar 1944, á Geithálsi með Bolla og Alfreði Hirti 1945 við fæðingu Eyþórs, þar enn 1949 með Bolla og börnum sínum.
Þau fluttust til Reykjavíkur, bjuggu síðast í Garðabæ.
Bolli lést 2012 og Svanhvít 2014.

Kona Bolla, (26. september 1942), var Svanhvít Hjartardóttir frá Geithálsi, húsfreyja, f. 30. apríl 1923, d. 18. desember 2014.
Börn þeirra:
1. Alfreð Hjörtur Bollason vélstjóri, vélvirki, f. 19. janúar 1944 á Helgafellsbraut 1.
2. Eyþór Bollason vélvirki, f. 26. nóvember 1945 á Geithálsi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. desember 2012 og 23. mars 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.