Blik 1980/Hafsteinn Stefánsson (kvæði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. október 2010 kl. 15:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. október 2010 kl. 15:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit


Lausavísur


Hafsteinn Stefánsson, skipaeftirlitsmaður í Eyjum, var kunnur hagyrðingur í kaupstaðnum. Hann kvað við stýrið í meðbyr:

Beggja skauta sigling ævin er,
í áttina til grafarinnar þokast.
Djúpa ristu í hafið skútan sker,
en skurðurinn í kjölfarinu lokast.

Hafsteinn sat þingmálafund. Þá kvað hann:

Sýnist mér það sannleiksdropi tær
að sjáist ekki gróm á hegðun vorri,
ef menn bara hafa tungur tvær
og tala eftir þörfum sitt með hvorri.