Blik 1976/Frænda- og vinafólk í Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. apríl 2012 kl. 10:54 eftir Inga (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. apríl 2012 kl. 10:54 eftir Inga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1976



Frænda- og vinafólk í Eyjum


ctr


Frænda- og vinafólk í Eyjum.


Eyjafólk það, sem sýnt er á mynd þessari, var á sínum tíma nafnkunnugt fólk í byggðarlagi sínu og sumt af því landkunnugt.
Jóhann Jörgen Johnsen var fyrirmálsbarn frú Guðfinnu Jónsdóttur Austmanns, heimasætu að Ofanleiti. Hún giftist síðar Árna Einarssyni frá Vilborgarstöðum. Mynd af þessum nafnkunnu og mætu hjónum er birt í Bliki árið 1967, Blik 1967/Frumherjar - Merkir ættliðir II., bls. 11.
Árni Einarsson var bóndi, meðhjálpari í Landakirkju um langt árabil og alþingismaður Eyjabúa um skeið. Sonur þeirra hjóna var Sigfús Árnason, organisti Landakirkju, söngstjóri hins elzta karlakórs í Eyjum, póstmeistari frá 1896-1904, útgerðarmaður og formaður á stærsta teinæring í verstöðinni, tíæringnum Auróru. Þeir voru þannig hálfbræður Jóhann Jörgen Johnsen í Frydendal og Sigfús Árnason frá Vestri-Löndum. Móðir þeirra var sem sé frú Guðfinna Jónsdóttir prests Austmanns að Ofanleiti, húsfreyja á Vilborgarstöðum.
Sigfús Árnason var kvæntur frú Jónínu K. N. Brynjólfsdóttur prests Jónssonar að Ofanleiti. (Sjá greinina, Blik 1967/Frumherjar - Merkir ættliðir III. í Bliki árið 1967).
Myndin á bls. 207 er af börnum þessara bræðra, Jóhanns og Sigfúsar, ásamt tveim öðrum nátengdum.
Frá vinstri:

Guðni Hjörtur Johnsen frá Frydendal, síðar útgerðarm. og kaupm., f. 15. júní 1888.
Lárus (Kristinn Lárus) Johnsen frá Frydendal, síðar verzlunarm. og hollenzkur vísikonsúll, f. 31. des. 1884.
Leifur Sigfússon, síðar tannlæknir og franskur vísikonsúll, f. 4. nóv. 1892.
Brynjúlfur Sigfússon, síðar kaupm., organisti og söngstjóri, f. 1. marz 1885.
Árni Sigfússon, síðar kaupm. og útgerðarm., f. 31. júlí 1887.
Gísli J. Johnsen, síðar kaupm., enskur konsúll og útgerðarm., f. 10.marz 1881.
Ásdís (Anna Ásdís) Gísladóttir frá Hlíðarhúsi, kona Gísla J. Johnsen. Þau giftust árið 1904.
Drengurinn, sem stendur hjá frúnni, er
Jóhann Jörgen Sigurðsson hálfbróðir þeirra bræðra, sona Jóhanns Jörgen Johnsen, veitingamanns í Frydendal. Þennan dreng átti frú Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen í Frydendal með Sigurði Sigurðssyni frá Kúfhól í Landeyjum, kunnum útgerðarmanni og vélbátaformanni í Eyjum. Hann drukknaði 10. jan. 1912 í Vestmannaeyjahöfn. Frú Sigriður Árnadóttir (Johnsen) í Frydendal missti mann sinn 1893. Nokkrum árum síðar réðst Sigurður Sigurðsson vinnumaður að Frydendal. Þau voru heitbundin og brúðkaup þeirra var lengi á döfinni. Af því varð þó ekki, enda þótt Sigurður dveldist í Frydendal hjá konuefninu sínu á annan áratug eða þar til dauðinn skildi þau að.
Jóhann sonur þeirra fæddist 2. ágúst 1899. Vestur í Ameríku lærði hann listmálun og þótti efnilegur í þeirri grein. Byggðarsafn Vestmannaeyja á nokkrar tússmyndir eftir hann.
Að baki frú Ásdísi og á vinstri hönd hennar er
Sigfús M. Johnsen frá Frydendal, síðar hæstaréttarritari og svo bæjarfógeti í Eyjum, f. 28. marz 1886.
Ragnheiður Sigfúsdóttir frá Vestri-Löndum, síðar kunn yfirhjúkrunarkona við stjórnarsjúkrahúsið í Otten í Norður-Carólínaríki í Ameríku.
Árni J. Johnsen, síðar bóndi og kaupmaður í Eyjum, f. 13. okt. 1892.

Mynd þessi mun tekin árið 1909. Lárus Gíslason frá Hlíðarhúsi, bróðir frú Ásdísar Johnsen, tók myndina.

Þ.Þ.V.