Blik 1974/Störf Viðlagasjóðs og gagnrýnin

From Heimaslóð
Revision as of 17:17, 8 October 2010 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1974Störf Viðlagasjóðs og gagnrýnin


Fáir aðilar, sem innt hafa af hendi hjálparstörf og fyrirgreiðslu í þágu Eyjafólks eftir flóttann, hafa sætt meiri og ósanngjarnari íhreytum en stjórn Viðlagasjóðs, þar sem ríkið sjálft er aðili að. Við vitum það bezt, sem nutum hjálpar þessarar stofnunar við innheimtu fasteignalána Sparisjóðs Vestmannaeyja, hversu öll fyrirgreiðsla Viðlagasjóðs var mikilvæg og nauðsynleg okkur í því innheimtustarfi, þar sem Sparisjóðurinn hafði veð í nálega öðru hverju íbúðarhúsi í kaupstaðnum.
Vissulega hefði það verið ánægjulegt og gagnlegt okkur öllum, að Blik hefði átt þess kost að birta sannorða, óhlutdræga og greinargóða skýrslu um öll störf Viðlagasjóðs frá stofnun hans og upphafi starfs í þágu Eyjafólks.
Það er víst og satt, að þar var við ramman reip að draga og í mörg horn að líta. Segja má með nokkru sanni, að rík sé sú þörf okkar mannanna, að hafa eitthvað til þess að svala okkur á í sálarlegum þrengingum. Bezt mun á því fara að ræða ekki frekar um þá þörf og svo störf Viðlagasjóðs í þágu okkar að þessu sinni.

Þ.Þ.V.