Blik 1974/Norskir sönglistarmenn í heimsókn fyrir hálfri öld

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. september 2009 kl. 08:41 eftir Elinbjork (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. september 2009 kl. 08:41 eftir Elinbjork (spjall | framlög) (Ný síða: Það gerðist 8.-22. júlí 1924 eða fyrir réttum 50 árum, þegar þetta er skrifað, að einn kunnasti söngkór Norðurlanda, norski söngkórinn Handelstandens sangforening, lagð...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Það gerðist 8.-22. júlí 1924 eða fyrir réttum 50 árum, þegar þetta er skrifað, að einn kunnasti söngkór Norðurlanda, norski söngkórinn Handelstandens sangforening, lagði leið sína til Færeyja og Íslands. Þeir komu hingað með norska millilandaskipinu Lyru og stigu á land í Vestmannaeyjum um miðjan júlímánuð. Þá söng kórinn í Nýjabíó, samkomuhúsinu nr. 28 við Vestmannabraut.

Þá hét hús þetta Þórshamar. Siðast var það vörugeymsluhús Heildverzlunar H. Sigurmundssonar. Það gjöreyðilagðist í eldgosinu á Heimaey á s.l. ári. Á söngskrá kórsins voru 38 lög. Þar var færeyski þjóðsöngurinn „Eg elski teg, Land!" og fyrsta erindið af íslenzka þjóðsöngnum „Ó, guð vors lands". Á leið sinni heim til Noregs kom kórinn við í Vestmannaeyjum, steig þar á land aftur og söng nokkur lög. Þá söng hann úti. Hann valdi sér þá stað norðan undir vegg Goodtemplarahússins gamla á Mylluhóli, þar sem Samkomuhús Vestmannaeyja var byggt 12-14 árum síðar. Þarna söng kórinn við mikla hrifningu Eyjabúa.

Heimkynni þessa norska söngfólks var Kristianía, en svo hét höfuðborg Noregs þá. Við birtum hér mynd af söngfélógunum norsku. Koma þeirra til Íslands þótti menningarviðburður og þá ekki sízt í Vestmannaeyjum. Fjörutíu manna söngkór var sjaldgæft fyrirbrigði hér á landi fyrir hálfri öld.