Blik 1974/Jólakveðja til unnustu

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Efnisyfirlit 1974


Jólakveðja til unnustu


Fyrstu árin, sem Þorsteinn Erlingsson, skáld, dvaldist í Kaupmannahöfn, var hann trúlofaður Jarþrúði Jónsdóttur háyfirdómara Péturssonar. Um hver jól sendi hann elskunni sinni ástarvísu. Hér birtum við eina vel kveðna, eins og hans var von og vísa:

Á jólunum, elskaða unnusta mín,
ég englana mína læt fljúga til þín.
Á fegurstu óskir þá fýsir að benda,
sem fjarlægan ástvin þér langar að senda.