Blik 1967/Tyrkneski Hnappurinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Efnisyfirlit Bliks 1967





Tyrkneski hnappurinn
í Byggðarsafni
Vestmannaeyja


Fyrir mörgum árum fannst steyptur treyjuhnappur í kálgarði í námunda við Strandveginn hér í bæ ekki langt frá Mandal. Hnappurinn fannst vor eitt, þegar garðurinn var pældur. Á honum, sem er úr eirblöndu, er hálfmáni og stjarna.
Sumir hugsa sér hnappinn orðinn þannig til í Eyjum:
Í Tyrkjaráninu 17. og 18. júlí 1627 fundust þeir Eyjabúar, sem ekki vildu láta hlut sinn fyrir ræningjunum fyrr en í fulla hnefana. Sviftingar hafa átt sér stað milli Íslendings og ræningja og hinn fyrri slitið treyjuna frá ræningjanum eða jafnvel rifið af honum fötin í örvæntingarfullri ofsareiði, og goldið síðan fyrir með lífi sínu. Ef til vill kosið það heldur en þrældóm í ánauð suður í Afríku.
Við teljum þennan hnapp einn hinn allra merkasta sögugrip, sem Byggðarsafnið á í fórum sínum. Jón Stefánsson í Mandal gaf Byggðarsafninu hnappinn og á miklar þakkir skildar fyrir frá öllum söguunnandi Eyjabúum.
Freymóður listmálari Jóhannsson teiknaði myndina af hnappnum. Þökkum við þá vinsemd.