Blik 1962/Fyrstu flugferðir til Vestmannaeyja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. ágúst 2010 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. ágúst 2010 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1962




Efri mynd: Flugvélin Súlan við Eiðið í Eyjum.
Neðri mynd: Sama flugvél á innri höfninni í Eyjum.





Fyrstu
flugferðir
til
Vestmannaeyja


Sumarið 1919 lét Flugfélag Íslands gera tilraun til að fljúga til Vestmannaeyja, en félagið var stofnað það ár (í hið fyrra sinni).
Flogið var „vatna-flugvél“ og skyldi reynt að lenda inni í Botni. Undir Stóra-Klifi reyndist svo mikil ókyrrð í lofti, að flugmaðurinn hafði næstum misst stjórn á flugvélinni og treystist ekki til að lenda. Hann lenti í Kaldaðarnesi í þeirri ferð.
Árið eftir (1920) 16. júlí gerði Vesturheims Íslendingur, sem starfaði flugmaður hjá Flugfélagi Íslands, að nafni Frank Fredrickson, lautnant að nafnbót, tilraun til að fljúga til Vestmannaeyja. Flugferðin mistókst eins og árið áður. Fyrir flugvél þessari urðu sviptivindar við fjöllin í Eyjum, og komst flugmaðurinn með naumindum úr þeirri hættu, eftir því sem hann sjálfur sagði frá.
Flugfélag Íslands hætti störfum í nokkur ár. En 1. maí 1928 var það á ný vakið til lífsins. Það sumar hafði Flugfélag Íslands eina flugvél í förum, Súluna, sem var vatna-flugvél af Junkersgerð, F 13, og stýrði henni Símon flugmaður, sem fórst í flugslysi við Ameríku 1931.
Flugvélin lenti í Vestmannaeyjum í fyrsta sinni 9. júní 1928. Flugmaðurinn var þá Walter flugstjóri. Farið milli Reykjavíkur og Eyja kostaði þá 32 krónur.

Þ.Þ.V.