Blik 1949/Smælki

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. maí 2010 kl. 21:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. maí 2010 kl. 21:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Blik 1949/Smælki“ [edit=sysop:move=sysop])
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1949



Ýmislegt


Í Gagnfræðaskólanum hafa 82 nemendur stundað nám í vetur, 35 í 1. bekk, 19 í 2. bekk og 28 í 3. bekk.

*

Íbúatala Eyjanna við manntalið 1948 reyndist vera 3501, eða 1751 kona og 1750 karlmenn.

*

Áfengisneyzla. S.l. ár var selt áfengi hér í Eyjum fyrir kr. 1.905.000,00.

*

S P A U G
Meðal nemenda minna í Gagnfræðaskólanum var drengur, sem hafði ríka tilhneigingu til að halda uppi samræðum í kennslustundum. Ég einsetti mér að vekja athygli foreldra drengsins á þessum leiða vana hans. Ég skrifaði því í einkunnabókina hans: ,,Jón er góður nemandi, en hann er of málgefinn.“
Nokkrum dögum síðar kom einkunnabókin hans aftur. Sem svar við athugasemd minni hafði faðir drengsins sett eftirfarandi: „Þér ættuð að kynnast móður hans.“

*

Spurning: Fyrir hvað var Gissur Einarsson, biskup, frægur?
Svar: Hann fann upp bakteríurnar.

*

Lán í óláni:
Hrólfur litli var á leiðinni í sunnudagaskólann og hélt á tveim skildingum í annarri hendinni. Mamma hans hafði sagt honum að láta annan skildinginn á söfnunardiskinn, með því móti gæfi hann guði peninginn, en hinn mætti hann eiga sjálfur. Allt í einu hnaut hann um stein, og annar peningurinn hrökk úr hendi hans og skoppaði ofan í niðurfallið á götunni.
Hrólfur horfði hugsandi á eftir peningnum, en svo sagði hann:
„Missti ég nú peninginn hans guðs!“

*

Páll Melsteð varð kennari við Lærðaskólann í Reykjavík árið 1868 og kenndi m.a. sögu. Einhverju sinni lagði hann eftirfarandi spurningu fyrir pilt einn í sögutíma:
„Hvernig gat hann séð þetta fyrir fram?“
,,Hann vissi það gegnum spámanninn,“ svaraði snáðinn.
„Var þá gat á spámanninum?“ spurði Páll hægt og háðbroslega.

*

Það skeði á miðsvetrarprófinu. Upp að skóla koma tvær rosabullur askvaðandi, en enginn sést stjórnandinn. Á ganginum skyggnist skólastjórinn ofan í stígvélagímöld þessi og sjá, upp úr öðru þeirra kemur Mr. Tompson, en úr hinu Hr. Tomsen. Þessir náungar renna síðan saman í eitt og viti menn. Þarna stendur Íslendingurinn Sveinn Tómasson, hinn mikli netjagerðarmeistari, ljóslifandi á ganginum, reiðubúinn að taka 10 í íslenzku.

*

Úr ritgerð um Brynjólf Sveinsson biskup:
,,Einu sinni var Brynjólfur Sveinsson á ferð í Þýzkalandi. Gekk hann þá eitt sinn fram hjá smiðju einni. Heyrði hann þá sáran barnsgrát inni í smiðjunni. Fór hann þar inn og sá þá, að vondur smiður var að flengja lítinn, góðan dreng. Brynjólfur Sveinsson tók þennan litla, þýzka dreng að sér, kenndi honum íslenzku og fór með hann heim til Íslands. Þegar drengurinn óx upp, varð hann sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson.

*

„Tréfóturinn veldur mér miklum sársauka,“ stundi sjúklingurinn.
„Hvernig getur tréfótur meitt yður?“ spurði læknirinn.
Sjúklingurinn svaraði: ,,Konan mín barði mig í höfuðið með honum.“

*
Ritnefnd Bliks:
Anna Sigfúsdóttir
Eyjólfur Pálsson
Jón Kristján Ingólfsson.
Ábyrgðarmaður:
Þorsteinn Þ. Víglundsson