Blik 1946. Ársrit/Svarti engillinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Efnisyfirlit 1946


Svarti engillinn
(Smásaga)



Ölvaður maður, ofurölvi, ráfar um nótt austur að Kornhól vissra erinda. — Hann staulast austur traðirnar með stuðningi hleðslunnar. Þegar hana þrýtur, hrópar hann: „Meira grjót, lengri garð, lengri hleðslu!“ — Hann fálmar út í myrkrið með lausu hendinni. Brátt birtist honum svartur engill, sem réttir honum svörtu hendina sína og leiðir hann til húsa. Þar sökkvir hann honum að fullu í eiturpyttinn. Næsta dag leggur svarti engillinn inn í banka marga blóðpeninga. Það eru „mjólkuraurarnir“ hans.

Þ.Þ.V.