Bjarni Jónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Bjarni Jónsson öryrki frá Oddsstöðum fæddist 10. desember 1851 og lést 1. desember 1871 á Búastöðum.
Foreldrar hans voru Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum, f. 20. október 1817 í A-Landeyjum, d. 22. apríl 1887, og önnur kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1825 í Garðasókn í Gull., d. 23. maí 1867.

Bjarni var með foreldrum sínum til 1867 og síðan ekklinum föður sínum til ársins 1871, er hann varð niðursetningur á Búastöðum og lést á því ári „úr innanveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.