Bjarni Jónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. júní 2015 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. júní 2015 kl. 11:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Jónsson öryrki frá Oddsstöðum fæddist 10. desember 1851 og lést 1. desember 1871 á Búastöðum.
Foreldrar hans voru Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum, f. 20. október 1817 í A-Landeyjum, d. 22. apríl 1887, og önnur kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1825 í Garðasókn í Gull., d. 23. maí 1867.

Bjarni var með foreldrum sínum til 1867 og síðan ekklinum föður sínum til ársins 1871, er hann varð niðursetningur á Búastöðum og lést á því ári „úr innanveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.