Björn Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júní 2006 kl. 09:40 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júní 2006 kl. 09:40 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Björn Magnússon fæddist á Fáskrúðsfirði 9. nóvember 1892. Árið 1911 kom Björn til Vestmannaeyja og var háseti á Skarphéðni hjá Jóni í Ólafshúsum. Síðar var hann á Svan og Ásdísi hjá Ólafi Ingileifssyni. Formennsku hóf Björn á Höfrung árið 1917. Seinna var hann svo með Svan, Gamm, Snyg, Njörð og Siri. Björn hætti formennsku árið 1935 sökum vanheilsu.

Björn lést árið 1935.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.