Björgvin Einars Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 16:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Björgvin Einars Guðmundsson''' frá Hilmisgötu 1, málari í Keflavík fæddist 9. nóvember 1929 á Karlsbergi og lést 31. ágúst 2005 á hjúkrunarheimili...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Björgvin Einars Guðmundsson frá Hilmisgötu 1, málari í Keflavík fæddist 9. nóvember 1929 á Karlsbergi og lést 31. ágúst 2005 á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Miðkekki (síðar Svanavatn) á Stokkseyri, skósmiður, f. 23. apríl 1899, d. 16. janúar 1989, og kona hans Jóhanna Ólafsdóttir frá Hólnum, húsfreyja, f. 26. júlí 1895 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 27. júlí 1984.

Börn Jóhönnu og Guðmundar:
1. Marinó Guðmundsson loftskeytamaður, innkaupastjóri í Reykjavík, tónlistarmaður, f. 28. nóvember 1927 á Hólnum, d. 27. janúar 2006.
2. Björgvin Einars Guðmundsson málari, tónlistarmaður, f. 9. nóvember 1929 á Karlsbergi, síðast í Keflavík, d. 31. ágúst 2005.
3. Andvana drengur, f. 9. nóvember 1930 á Karlsbergi.
4. Ólafur Guðmundsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 11. maí 1934 á Hilmisgötu 1.
Fóstursonur þeirra er sonur Marinós og Birnu Einarsdóttur.
5. Jóhann Marinósson hjúkrunarframkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi, f. 23. júlí 1947. Kona hans er Halldóra Jensdóttir.

Björgvin var með foreldrum sínum í æsku og fluttist með þeim til Selfoss 1945.
Hann nam málaraiðn hjá Ólafi bróður sínum og vann við hana í Keflavík. Hann var tónlistarmaður eins og bræður hans og lék í danshljómsveitum.
Þau Arnbjörg giftu sig 1953, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í Keflavík.
Arnbjörg lést 1987 og Björgvin 2005.

I. Kona Björgvins Einars, (1953), var Arnbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. september 1934, d. 6. apríl 1987. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóhann Guðmundsson sjómaður, bifreiðastjóri í Keflavík, f. 21. júlí 1906, d. 1. maí 1965, og Sigrún Hannesdóttir húsfreyja, ræstingakona, f. 22. september 1911, d. 24. júlí 2001.
Börn þeirra:
1. Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur, f. 1. ágúst 1951. Kona hans er Birna Jónsdóttir.
2. Guðmundur Björgvinsson rafvirki, f. 23. febrúar 1953. Kona hans Ásdís Kristjánsdóttir.
3. Magnús Ingi Björgvinsson sjómaður, f. 30. september 1954. Kona hans Hólmfríður Hjördís Guðjónsdóttir.
4. Eygló Rut Björgvinsdóttir uppeldisfræðingur, f. 6. desember 1955. Maki hennar Jörn Olav Hansen.
5. Sigurður Björgvinsson kaupmaður, f. 22. mars 1959. Kona hans Hildur Þóra Stefánsdóttir.
6. Jóhanna Björgvinsdóttir öryggisvörður, f. 1. maí 1960. Maður hennar Hannes L. Jóhannsson.
7. Björgvin Arnar Björgvinsson rafvirki, f. 12. apríl 1961. Kona hans Katrín M. Eiríksdóttir.
8. Gréta Þóra Björgvinsdóttir verslunarmaður, f. 4. október 1963. Maður hennar Björn Finnbogason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. september 2005.Minning.
  • Ólafur Guðmundsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.