Birgir Rútur Pálsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2019 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2019 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Birgir Rútur Pálsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Birgir Rútur Pálsson frá Þingholti, matreiðslumeistari fæddist þar 5. júlí 1939.
Foreldrar hans voru Páll Sigurgeir Jónasson frá Brekku í Eskifirði, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1900, d. 31. janúar 1951 og kona hans Þórsteina Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.

Börn Þórsteinu og Páls:
1. Bjarni Emil Pálsson sjómaður í Eyjum og Reykjavík, f. 8. september 1923 í Þingholti, d. 28. október 1983.
2. Jóhann Jónas Pálsson, f. 12. október 1924 í Þingholti, d. 27. nóvember 1925.
3. Jóhann Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Þingholti, d. 4. október 2000.
4. Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1928 í Þingholti.
5. Guðni Friðþjófur Pálsson matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 30. september 1929 í Þingholti, d. 18. febrúar 2005.
6. Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, síðast á Seyðisfirði, f. 21. október 1930 í Þingholti, d. 25. desember 2004.
7. Margrét Pálsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 24. janúar 1932 í Þingholti, d. 5. febrúar 2014.
8. Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1933 í Þingholti, d. 2. maí 2014.
9. Hulda Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. júlí 1934 í Þingholti, d. 9. júlí 2000.
10. Sævald Pálsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1936 í Þingholti.
11. Hlöðver Pálsson byggingameistari í Garðabæ, f. 15. apríl 1938 í Þingholti.
12. Birgir Rútur Pálsson matreiðslumeistari í Hafnarfirði, býr nú í Garðabæ, f. 5. júlí 1939 í Þingholti.
13. Þórsteina Pálsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1942 í Þingholti.
14. Emma Pálsdóttir húsfreyja, útgerðarstjóri, f. 10. apríl 1944 í Þingholti.
15. Andvana drengur, f. 7. desember 1946 í Þingholti.
16. Andvana stúlka, f. 19. nóvember 1948 í Þingholti.

Birgir var með foreldrum sínum í æsku nema um þrjú og hálft ár, er hann var í sveit, nánast samfellt hjá Ingveldi Tómasdóttur og Guðjóni Guðmundssyni í Efri-Presthúsum í Reynishverfi í Mýrdal.
Hann fór ungur á sumarsíldveiðar með Kristni bróður sínum á Bergi VE. Birgir lærði matreiðslu, vann á Hressingarskálanum í Reykjavík, á Hótel KEA á Akureyri, í Framsóknarhúsinu í Reykjavík, hjá SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn og hjá Þorsteini Viggóssyni í Storkklúbbnum í Reykjavík og útskrifaðist þar matsveinn.
Hann var yfirmatsveinn í Lido, var hjá Eimskip í þrjú ár.
Hann stóð að stofnun Skiphóls í Hafnarfirði um 1968-9, vann þar til 1973, er hann fór að vinna hjá Ölver í Glæsibæ. Þau hjón keyptu Skiphól 1975, breyttu nafni hans í Skútann og þar var Birgir forstöðumaður og vinnur þar enn. Synir hans þrír hafa tekið við rekstrinum.
Þau Eygló giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn.
Þau bjuggu í Furuhlíð í Hafnarfirði, en búa nú á Strandvegi 9 í Garðabæ.

I. Kona Birgis, (28. nóvember 1964), er Dagbjört Eygló Sigurliðadóttir húsfreyja, f. 9. september 1944. Foreldrar hennar voru Sigurliði Jónasson vörubifreiðastjóri á Akureyri, f. þar 22. júní 1911, d. 16. febrúar 2006, og Jóna Gróa Aðalbjarnardóttir húsfreyja, saumakona, f. 5. október 1923 að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Héraði, d. 8. janúar 2007.
Börn þeirra:
1. Birgir Arnar Birgisson matsveinn, forstöðumaður í Skútanum í Hafnarfirði, f. 18. apríl 1964. Kona hans er Sesselja Jóhannesdóttir.
2. Sigurpáll Örn Birgisson matsveinn í Skútanum í Hafnarfirði, f. 8. febrúar 1969. Kona hans er Jóna Björt Magnúsdóttir.
3. Ómar Már Birgisson viðskiptafræðingur, vinnur við Skútann í Hafnarfirði, f. 28. janúar 1975. Barnsmóðir hans er Hulda Björk Sveinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.