Bernódía Sigríður Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2019 kl. 20:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2019 kl. 20:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Bernódía Sigríður Sigurðardóttir frá Litlalandi, húsfreyja fæddist þar 15. febrúar 1920 og lést 1. desember 1991.
Foreldrar hennar voru Sigurður Hróbjartsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 8. september 1883 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 10. febrúar 1931, og kona hans Halldóra Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1879 á Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1953.

Börn Halldóru og Sigurðar:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast í Hafnarfirði, f. 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 2000. Hún var ættleidd af Sigurði, en var dóttir Halldóru konu hans og Sigurjóns Árnasonar vinnumanns á Fit u. Eyjafjöllum.
2. Karl Kjartan Sigurðsson skipstjóri, f. 16. nóvember 1905 á Oddsstöðum, síðast í Reykjavík, d. 5. maí 1959.
3. Kristín Dagbjört Sigurðardóttir, f. 8. janúar 1910 í Hraungerði, síðast að Baldursgötu 10 í Reykjavík, d. 2. júlí 1943.
4. Guðmunda Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. mars 1916 á Litlalandi, síðast í Reykjavík, d. 5. febrúar 1992.
5. Bernódía Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 á Litlalandi, d. 1. desember 1991.
6. Andvana stúlka, f. 29. mars 1922 á Litlalandi.

Börn Halldóru frá fyrra sambandi og hálfsystkini Bernódíu voru:
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 7. október 1902 á Fit u. Eyjafjöllum, d. 13. apríl 2000. (Sjá ofar).
2. Árni Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, olíuafgreiðslumaður í Skála, f. 25. nóvember 1903 á Fit, d. 15. júlí 1971.

Bernódía var með foreldrum sínum fyrstu 11 ár ævinnar, en faðir hennar lést 1932.
Móðir hennar fluttist með hana til Reykjavíkur árið eftir.
Bernódía giftist Haraldi Guðjónssyni og eignaðist með honum fjögur börn, en þau misstu eitt þeirra 6 mánaða gamalt.
Móðir hennar lést 1953 og skömmu síðar skildu þau Haraldur, og Bernódía fluttist til Eyja.
Hún giftist Sveini 1955, eignaðist með honum þrjú börn. Þau byggðu Túngötu 16.
Sveinn lést 1968. Bernódía vann í Fiskiðjunni, á skipinu Herjólfi og að lokum í Safnahúsinu. Hún fluttist að Litlalandi 1985.
Bernódía lést 1991.

I. Maður Bernódíu var Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, f. 26. júní 1920, d. 13. maí 1989. Foreldrar hans voru Guðjón Guðmundsson kaupmaður í Reykjavík, f. 31. ágúst 1884, d. 15. febrúar 1975, og kona hans Guðmunda Lilja Gamalíelsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1894, d. 12. mars 1993.

Börn þeirra:
1. Hlöðver Haraldsson sjómaður, f. 24. apríl 1942.
2. Örlygur Guðjón Haraldsson sjómaður, f. 7. febrúar 1947, drukknaði 29. júní 1965.
3. Auður Dóra Haraldsdóttir bankaritari í Reykjavík, f. 26. júní 1949.

II. Maður Bernódíu, (4. júní 1955), var Sveinn Ársælsson útgerðarmaður, f. 26. desember 1915, d. 3. febrúar 1968.
Börn þeirra:
4. Ársæll Sveinsson húsasmíðameistari í Danmörku, f. 16. janúar 1955.
5. Sveinn Bernódus Sveinsson rafvirki, f. 21. apríl 1956.
6. Sigurður Karl Sveinsson rafvirki, knattspyrnumaður, f. 10. maí 1957, d. 1. október 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.