Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 161-163

From Heimaslóð
Revision as of 15:25, 24 November 2017 by Vpj1985 (talk | contribs) (Vpj1985 færði Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 161-170 á [[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörð...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Bls. 161

Ár 1931, föstudaginn 25. september kl. 8 e. h. var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja að Ásgarði. Mættir voru skólanefndarmennirnir Árni Filippusson, Jóh. Þ. Jósefsson, síra Sigurjón Árnason og P. V. G. Kolka.
Auk þess mættu skólastjórar beggja skólanna og kennararnir Arinbjörn Sigurgeirsson, Ársæll Sigurðsson og Halldór Guðjónsson.
Fyrir tekið:
1. Ráðning á kennurum við gagnfræðaskólann.
Ofannefndir 3 kennarar hafa tekið að sjer kennsluna við gagnfræðaskólann auk skólastjórans og skólastjórarnir báðir komið sér saman um að haga stundatöflu skólanna þannig, að ekki verði árekstur með kennarana.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið.

Árni Filippusson, Sigurjón Árnason, P. V. G. Kolka

Jóhann Þ. Jósefsson, Þorst. Þ. Víglundsson, Halldór Guðjónsson

Ársæll Sigurðsson, Arnbjörn Sigurgeirsson, Páll Bjarnason

---

Ár 1931, fimmtudaginn 22. október kl. 8 e. h. var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyja að Ásgarði. Mættir voru auk formanns nefndarinnar, Árna Filippussonar, nefndarmennirnir Kr. Linnet, P. V. G. Kolka og Jóh. Þ. Jósefsson. Auk þess skólastjóri Páll Bjarnason.
Fyrir tekið.
1. Bréf frá bæjarfógeta Kr. Linnet, þar sem hann stingur upp á því, að skólabörnin fái klukkustundar matmálshlé, mð þvi að óslitin 5 tíma skólaverra muni vera óholl þeim.
Eftir nokkrar umræður og eftir að fengnar voru þær upplýsingar hjá skólastjóra, að flest öll börnin hefðu með sér bita í skólann og þeim væri veitt stutt matarhlje til þess að neyta hans, þá ákvað nefndin að gera ekki að sinni til frekari breytingar á skólatímanum, með því að það myndi gera nokkra truflun á starfi skólans.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið

Árni Filippusson, Jóhann Þ. Jósefsson, Kr. Linnet

P. V. G. Kolka, Páll Bjarnason

Bls. 162

Ár 1931, fimmtudaginn 3. des. kl. 4 e. h. var haldinn fundur í skólanefnd Vestmannaeyja að Ásgarði. Nefnarmenn allir mættir nema Jóh. Þ. Jósefsson sem er erlendis. Auk þess Páll Bjarnason skólastjóri og Sigurbjörn Sveinsson kennari.
Var þar og þá fyrirtekið:
1. Sigurbjörn Sveinsson fer fram á, að hann fái að setja kennara í sinn stað það sem eftir er kennsluársins, þar sem hann verður nú að láta af kennslu vegna heilsubrests. Fer hann fram á styrk hjá skólanefnd til að launa staðgöngumann sinn, a. m. k. að einhverju leyti. Til bráðabirgða hefur Árni Guðmundsson gagnfræðingur tekið að sér kennsluna.
Skólanefnd leggur það til að greiddur verði úr bæjarsjóði kostnaður sá, sem af þessu leiðir, helst allt að kr. 1000
Fleira ekki fyrir tekið.

Árni Filippusson, Sigurjón Árnason

Kr. Linnet, P. V. G. Kolka, Páll Bjarnason

---

Ár 1932, fimmtudaginn 25. febr. kl 8:30 e. h. var haldinn fundur í skólanefnd Vestmannaeyja í barnaskólanum. Nefndarmenn allir mættir. Ólafur Lárusson héraðslæknir var mættur og lagði fram símskeyti frá fræðslumálastjóra þar sem hann er skipaður formaður skólanefndar.
Samþykkt var að endurskoðunarmenn bæjarsjóðs tækju út öll plögg skólanefnd viðkomandi, úr dánarbúi Árna Filippussonar.
Samþykkt var að bæjarskrifstofan taki framvegis að sér reikningshald barnaskólans og útborganir.
Ákveðið var að Gísli Finnsson gegndi leikfimiskennslu við barnaskólann, um óákveðinn tíma í veikindaforföllum Friðriks Jessonar.
Upplýst var að eitthvað mundi af skólaskyldum börnum sem eigi hefðu komið í skólann í vetur. Samþykkt var að fela skólastjóra að hafa upp á þeim börnum sem svo væri ástatt um og leita aðstoðar lögreglunnar til að ná þeim til prófs, ef þess yrði þörf.

Sigurjón Árnason, Ól. Lárusson, P. V. G. Kolka

Kr. Linnet, Páll Bjarnason

Bls. 163

Ár 1932, fimmtudaginn 3. mars kl. 3 e. h. var fundur haldinn í skólanefnd Vestmannaeyjakaupstaðar. Allir nefndarmenn mættir nema Jóh. Þ. Jósefsson alþm. Auk þess mætti á fundinum skólastjóri gagnfræðaskólans Þorst. Þ. Víglundsson.
Fyrir tekið:
1. Uppkast að reglugerð gagnfræðaskólans. Svofelld breytingartillaga var samþykkt:
13. grein ritist svo: Skólaárið er frá 1. október til aprílloka.
Við 5. gr. kom fram svofelld breytingartillaga: orðin „ef tök þykja á að standast kostnaðinn af því“ í fjórðu málsgrein falli niður.
Við 1. gr. kom fram svofelld breytingartillaga: orðin „á hættulegasta tímabili æfinnar, kynþroskaskeiðinu“ falli niður.
Orðin í 2. gr. „str. þó 13. grein“ falli burtu.
Breytingartillögur þessar náðu samþykki nefndarinnar.
Fleira ekki tekið fyrir.

Ól. Ó. Lárusson, Sigurjón Árnason

P. V. G. Kolka, Kr. Linnet