Búðarfell

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2006 kl. 09:33 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2006 kl. 09:33 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Búðarfell

Húsið Búðarfell stendur við Skólaveg 8. Það var reist á árunum 1924-1925. Húsið er byggt úr timbri, en það var forskalað fram til ársins 2001, en þá lét Kolbrún Óskarsdóttir bárujárnsklæða húsið og tók það þá á sig núverandi svipgerð. Steinsteyptur stigi að aðalinngang var þá rifinn og byggðar trétröppur í þeirra stað. Jafnframt var bílskúr sem var byggður á sama tíma og húsið fjarlægt um svipað leyti.

Kjallari er á húsinu sem var aðskildur og gerður að séríbúð einhverntíman fyrir 1998.

Sjá einnig