„Búastaðir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:
;Dagteigur:Sléttur túnblettur nyrst og vestast í túni Eystri-Búastaða, milli túna [[Háigarður|Háagarðs]] og [[Presthús]]a. Á Dagteigi var grasgefið og var það álit manna að þar hefði verið akurlendi.
;Dagteigur:Sléttur túnblettur nyrst og vestast í túni Eystri-Búastaða, milli túna [[Háigarður|Háagarðs]] og [[Presthús]]a. Á Dagteigi var grasgefið og var það álit manna að þar hefði verið akurlendi.
;Lambhóll:Einnig kallað '''Lambhúshóll'''. Hóll syðst í túni Eystri-Búastaða. Þar var áður lambhús.
;Lambhóll:Einnig kallað '''Lambhúshóll'''. Hóll syðst í túni Eystri-Búastaða. Þar var áður lambhús.
;Kvíslarhóll:Stóð fyrir sunnan og vestan Vestri-Búastaða. Þar var áður fyrr þurrkðaar skinnbrækur á þar til gerðum kvíslum.
;Kvíslarhóll:Stóð fyrir sunnan og vestan Vestri-Búastaða. Þar var áður fyrr þurrkaðar skinnbrækur á þar til gerðum kvíslum.
;Ólafshúsarimi:Hólrani vestur úr Kvíslarhóli í átt til [[Ólafshús]]a.
;Ólafshúsarimi:Hólrani vestur úr Kvíslarhóli í átt til [[Ólafshús]]a.
;Hvammur:Lítil laut norður og vestur af Kvíslarhóli.
;Hvammur:Lítil laut norður og vestur af Kvíslarhóli.

Útgáfa síðunnar 28. júlí 2005 kl. 10:56

Búastaðir voru tvær jarðir. Fyrri nafngiftir Búastaða voru Bílastaðir og Bófastaðir. Bílastaðir er fyrsta nafnið á þessum bæ og tilheyrði Nikulásarkirkju í Kirkjubæ þegar hún var reist 1296. Bófastaðir er svo annað nafnið á bænum sem dregið er af viðurnefninu buvi og þýddi digur, klumpalegur maður. Eftir 1600 hefur bærinn alltaf verið kallaður Búastaðir.

Bærinn að Eystri-Búastöðum stóð fyrst norðan Vestri-Búastaða en var rifinn árið 1902 og fluttur austar og byggt hús það sem stóð alveg fram að gosinu 1973. Það var endurbyggt 1928 og seinna af sonum Lovísu Gísladóttur, en hún, ásamt fjölskyldu sinni, var síðasti ábúandinn fyrir gos.

Fylgilönd og eignir

Árið 1704 höfðu Búastaðir 30 sauða beit í Elliðaey, allar nytjar af fugli sem í eynni voru og einn fiskhjall. Jörðin reiknaðist 4 kýrfóður og var landskuldin greidd með fiski og lýsi. Fólkið á bænum sá um húsin og stundaði fýlatöku úr Stórhöfða. Bærinn hafði fiskigarð við Oddstaðagarða.

Skömmu fyrir 1800 var Halli Hróbjartssyni bónda á Búastöðum veitt verðlaun fyrir jarðræktarframkvæmdir. Um 1820 fór Bjarni Stefánsson bóndi á Búastöðum utan og lærði garðrækt. Leiðbeindi hann bændum í Vestmannaeyjum er hann kom til baka. Var það ef til vill áhrif þessa bænda sem hafði það að verkum að tún Búastaða voru sléttar og grasgefnar.

Bæirnir

Örnefni

Dagteigur
Sléttur túnblettur nyrst og vestast í túni Eystri-Búastaða, milli túna Háagarðs og Presthúsa. Á Dagteigi var grasgefið og var það álit manna að þar hefði verið akurlendi.
Lambhóll
Einnig kallað Lambhúshóll. Hóll syðst í túni Eystri-Búastaða. Þar var áður lambhús.
Kvíslarhóll
Stóð fyrir sunnan og vestan Vestri-Búastaða. Þar var áður fyrr þurrkaðar skinnbrækur á þar til gerðum kvíslum.
Ólafshúsarimi
Hólrani vestur úr Kvíslarhóli í átt til Ólafshúsa.
Hvammur
Lítil laut norður og vestur af Kvíslarhóli.

Lífið á Búastöðum

Þann 17. september 1970 fannst illa haldinn fugl af tegundinni Rengluþvari (Ixobrychus exilis) við Búastaði. Er þetta eini fuglinn af þessari tegund sem fundist hefur í Evrópu, en þessi fuglategund heldur sig yfirleitt í N-Ameríku. (1981)

Tyrkjaránið

Ræningjarnir drápu bóndann á Búastöðum, Jón Jónsson að nafni, og drógu konu hans og börn hálfdauð inn í Dönskuhúsin.


Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar, byggð og eldgos. Reykjavík, 1973.
  • Listi yfir sjaldgæfa fugla á Íslandi fyrir 1981 [1]