Aðalheiður Gísladóttir (ráðskona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2022 kl. 21:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2022 kl. 21:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Aðalheiður Gísladóttir ráðskona, húsfreyja, fæddist 26. janúar 1906 í Hvolhreppi og lést 9. ágúst 1933.
Foreldrar hennar voru Gísli Gunnarsson bóndi í Langagerði þar, f. 1. nóvember 1868, d. 14. febrúar 1954 og kona hans Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1878, d. 13. júlí 1961.

Börn Guðrúnar og Gísla í Eyjum:
1. Jón Alexander Gíslason útgerðarmaður, skipstjóri á Landamótum, f. 18. mars 1890, d. 29. janúar 1966, maður Ásdísar Sveinsdóttur húsfreyju.
2. Júlía Gísladóttir húsfreyja á Sæbergi, Urðavegi 9, f. 16. júlí 1904, d. 19. september 1933, kona Sigurgeirs Þorleifssonar verkamanns.
3. Aðalheiður Gísladóttir ráðskona, húsfreyja, f. 26. janúar 1906, d. 9. ágúst 1933. Barnsfaðir hennar var Sigurlás Þorleifsson. Sambúðarmaður var Björgvin Hafsteinn Pálsson.
4. Hjörleifur Gíslason sjómaður, bóndi, verkamaður, bryggjuvörður, f. 16. apríl 1913, d. 27. desember 2003. Kona hans Ragnheiður Ágústa Túbals.
4. Gunnar Ingólfur Gíslason matsveinn, f. 6. apríl 1915, d. 14. maí 1992. Kona hans var Guðrún Fanney Stefánsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1921.

Aðalheiður var frá Langagerði í Hvolhreppi, var með fjölskyldu sinni þar 1910 og 1920, ráðskona hjá Björgvini Hafsteini 1930 og var með son sinn Baldur Sigurlásson hjá sér. Þeim fæddist Knútur 1930, en hann dó á 1. ári.
Björgvin Hafsteinn hrapaði til bana úr Mykitakstó 1932.
Aðalheiður lést 1933.

I. Barnsfaðir Aðalheiðar að tveimur börnum var Sigurlás Þorleifsson sjómaður, verkamaður, síðar á Reynistað, f. 13. ágúst 1893, d. 26. nóvember 1980. Börn þeirra:
1. Hulda Sigurlásdóttir, f. 2. apríl 1924. Hún var í Langagerði í Hvolhreppi 1930.
2. Baldur Sigurlásson sjómaður, f. 26. júlí 1926, d. 28. júlí 1980.

II. Sambýlismaður hennar var Björgvin Hafsteinn Pálsson frá Brekkuhúsi, f. 20. janúar 1909, d. 22. maí 1932.
Barn þeirra var
1. Knútur Björgvinsson, f. 15. mars 1930, d. 29. október 1930.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.