Auður Guðmundsdóttir (Hrafnagili)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Auður Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja fæddist þar 27. janúar 1918 og lést 1. febrúar 2003.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson frá Lágafelli í A-Landeyjum, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 21. febrúar 1883, d. 20. september 1965, og kona hans Soffía Þorkelsdóttir frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., f. 14. maí 1891, d. 20. janúar 1960.

Börn Soffíu og Guðmundar:
1. Steinunn Hulda Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1911 í Stakkagerði vestra, d. 9. janúar 2009.
2. Auður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1918 á Hrafnagili, d. 1. febrúar 2003.

Auður var með foreldrum sínum í æsku og enn 1940.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1936.
Hún var lengi aðstoðarmaður á tannlæknisstofu.
Þau Lýður giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 5, síðan á Fífilgötu 2 og lengst í kennarabústöðunum á Heiðarvegi 59.
Lýður lést 2002 og Auður 2003.

Maður Auðar, (1. júní 1941), var Lýður Brynjólfsson frá Ytri-Ey í Vindhælishreppi, A-Hún, skólastjóri, kennari, húsasmiður, f. 25. október 1913, d. 12. mars 2002.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Guðmundur Lýðsson lögreglumaður í Eyjum, f. 27. desember 1942 á Fífilgötu 5. Kona hans Sólveig Bára Guðnadóttir.
2. Brynhildur Lýðsdóttir starfsmaður Flugleiða, f. 12. nóvember 1949 á Heiðarvegi 59, d. 20. janúar 2023. Maður hennar Ólafur Ólafsson. Þau skildu barnlaus.
3. Skúli Lýðsson byggingafræðingur, byggingafulltrúi á Akranesi, f. 9. nóvember 1951 á Heiðarvegi 59. Kona hans Áslaug Maríasdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.