Auður Ágústsdóttir (Varmahlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Auður Ágústsdóttir frá Varmahlíð, húsfreyja á Ármótum fæddist 24. júní 1922 í Sjólyst og lést 6. júlí 1963.
Foreldrar hennar voru Ágúst Jónsson útgerðarmaður, formaður, vélstjóri, trésmiður, f. 5. ágúst 1891, d. 1. desember 1969, og k.h. Pálína Eiríksdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1895, d. 13. janúar 1983.

Börn Pálínu og Ágústs:
1. Rut Ágústsdóttir, f. 13. september 1920, d. 13. september 1989.
2. Auður Ágústsdóttir, f. 24. júní 1922, d. 6. júlí 1963.
3. Sara Ágústsdóttir, f. 25. mars 1925, d. 16. janúar 1948.
4. Marta Ágústsdóttir, f. 29. júní 1928.
5. Hafsteinn Ágústsson, f. 1. nóvember 1929, d. 21.apríl 2016.
6. Lárus Ágústsson, f. 25. júlí 1933, d. 29. apríl 2014.
7. Þyrí Ágústsdóttir, f. 7. desember 1934, d. 10. desember 1971.
8. Arnar Ágústsson, f. 13. september 1936, d. 12. janúar 1997.
9. Eiríka Ágústsdóttir, f. 3. júní 1938, d. 29. nóvember 1943.

Auður var með foreldrum sínum í æsku, var í Varmahlíð með þeim 1940.
Þau Markús eignuðust Jónu Þórunni á Ármótum 1941 og giftu sig á því ári. Þau bjuggu þar meðan báðum entist líf, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Auðar, (28. desember 1941), var Markús Jónsson skipstjóri, f. 3. apríl 1920, d. 27. apríl 1998.
Börn þeirra:
1. Jóna Þórunn Markúsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1941 á Ármótum. Maður hennar Björgvin Magnússon.
2. Eiríka Pálína Markúsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1942 á Ármótum. Maður hennar Eiríkur Gíslason, látinn.
3. Ágúst Ármann Markússon sjómaður, f. 26. júlí 1943 á Ármótum, lést af slysförum 10. júlí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.