Auðbjörg Jónsdóttir (Bólstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Auðbjörg Jónsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð, húsfreyja á Bólstað fæddist 6. mars 1886 og lést 9. október 1968.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi, f. 11. apríl 1842, d. 16. júní 1926, og kona hans Guðrún Oddsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1847, d. 6. ágúst 1899.

Börn Jóns og Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Oddur Jónsson útvegsbóndi á Skjaldbreið, netagerðarmaður í Fagradal, f. 4. mars 1877, d. 26. mars 1927.
2. Arndís Jónsdóttir vinnukona, saumakona, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.
3. Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Sandprýði, f. 3. júlí 1884, d. 10. desember 1951.
4. Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Bólstað, f. 6. mars 1886, d. 9. október 1968.

Auðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, var hjá bóndanum Guðjóni bróður sínum í Tungu 1901.
Þau Sigurður fluttust til Eyja 1909 og giftu sig heima á árinu. Auðbjörg var skráð í Garðsfjósi við giftingu, en í Kornhól í lok árs.
Þau voru komin á Bólstað 1910 og þar bjuggu þau síðan, eignuðust þar þrjú börn.
Sigurður lést 1940 og Auðbjörg 1968.

Maður Auðbjargar, (18. desember 1909), var Sigurður Ólafsson formaður, útgerðarmaður, smiður, f. 15. október 1859, d. 2. september 1940.
Börn þeirra:
1. Óskar Sigurðsson endurskoðandi, f. 1. júní 1910 á Bólstað, d. 4. júní 1969.
2. Lilja Sigurðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 26. mars 1919 á Bólstað, d. 22. nóvember 1999.
3. Bára Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. desember 1925 á Bólstað, d. 14. apríl 2015.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. – IV.97. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.