Arthur Aanes

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Arthur

Arthúr Emil Aanes fæddist 3. september 1903 og lést 2. nóvember 1988.

Arthur flutti til Eyja árið 1925 frá Noregi. Hann tók vélstjórapróf í Vestmannaeyjum árið 1926 og var sjómaður til 1945.

Hann var kvæntur Ragnheiður Jónsdóttir. Þeirra börn eru Guðjón Emil, andvana stúlka og Örn. Þau skildu.

Hann bjó að Efstasundi 12 í Reykjavík er hann lést.

Myndir



Heimildir

  • gardur.is

Frekari umfjöllun

Arthur Emil Aanes vélstjóri, vélvirkjameistari fæddist 3. apríl 1903 í Andvaag í Stamnes í Noregi og lést 2. nóvember 1988.
Foreldrar hans voru Anton Johansen Aanes múrari í Sandnessjöen á Hálogalandi, f. 7. júní 1873, d. 17. maí 1908, og kona hans Emma María Hansdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1880, d. 17. febrúar 1942.

Arthur fluttist til Eyja frá Noregi 1925, lauk mótorvélstjóraprófi í Eyjum 1926, Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni hf. 1956 og hlaut meistararéttindi 1961.
Hann stundaði sjómennsku í Eyjum til 1945, sigldi m.a. til Bretlands á stríðsárunum. Í Reykjavík vann hann í Héðni.
Þau Ragnheiður giftust 1929, bjuggu í Brautarholti og eignuðust þrjú börn en eitt þeirra fæddist andvana. Þau Ragnheiður skildu.
Arthur kvæntist Katrínu 1935. Þau bjuggu á Brekastíg 19 og lengst á Hásteinsvegi 41, eignuðust þrjú börn og fluttust til Reykjavíkur, bjuggu þar síðan.
Arthur lést 1988.

Arthur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1929), var Bjarney Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1905 í Selkirk í Kanada, d. 9. nóvember 2006.
Börn þeirra:
1. Guðjón Emil Aanes skipstjóri, f. 24. júlí 1930 í Brautarholti, d. 8. maí 1983.
2. Andvana stúlka, f. 1931.
3. Örn Aanes vélstjóri, f. 18. nóvember 1932 í Brautarholti, d. 3. desember 2020.

II. Síðari kona Arthurs, (25. maí 1935), var Katrín Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 15. desember 1901, d. 13. febrúar 1996.
Börn þeirra:
3. Sigrún Arthúrsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. maí 1936 á Brekastíg 19, d. 14. desember 2003.
4. Gunnar Arthúrsson flugstjóri í Reykjavík, f. 30. október 1939 á Hásteinsvegi 41.
5. Rannveig Arthúrsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Bandaríkjunum, f. 25. júlí 1942 á Hásteinsvegi 41.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.