Arnmundur Óskar Þorbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2020 kl. 09:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2020 kl. 09:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Arnmundur Óskar Þorbjörnsson.

Arnmundur Óskar Þorbjörnsson netagerðarmeistari, útgerðarmaður fæddist 18. apríl 1922 á Reynifelli og lést 3. júlí 2014 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Þorbjörn Arnbjörnsson verkamaður, póstur, f. 8. október 1886, d. 10. nóvember 1956, og kona hans Margrét Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1880, d. 25. september 1947.

Börn Margrétar og Þorbjörns:
1. Arnmundur Óskar Þorbjörnsson, f. 9. apríl 1909 í Fagurhól, d. 23. júní 1911.
2. Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson, f. 6. september 1910 í Fagurhól, d. 14. febrúar 1995.
3. Guðrún Þorbjörnsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, f. 20. júní 1912 í Fagurhól, d. 13. ágúst 1996.
4. Elísabet Sóley Þorbjörnsdóttir, f. 10. apríl 1914 á Reynifelli, d. 21. febrúar 1915.
5. Elísabet Arnbjörg Þorbjörnsdóttir, f. 22. september 1915 á Reynifelli, d. 9. nóvember 1936.
6. Sóley Ingveldur Sigurbjörg Þorbjörnsdóttir húsfreyja í Kaupmannahöfn, f. 4. mars 1917 á Reynifelli, d. 30. janúar 1996.
7. Jóna Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. 1. nóvember 1919 á Reynifelli, d. 15. júní 1950.
8. Arnmundur Óskar Þorbjörnsson netagerðarmeistari, útgerðarmaður, f. 18. apríl 1922 á Reynifelli, d. 3. júlí 2014.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Gústavs Stefánssonar og Solveigar Guðmundsdóttur saumakonu í Reykjavík, f. 12. nóvember 1902, d. 10. nóvember 1939:
9. Sigríður Hermanns á Akureyri, f. 17. júlí 1926, d. 18. ágúst 2017.

Arnmundur var með foreldrum sínum í æsku, fór snemma að vinna við netagerð. Hann varð netagerðarmeistari og rak og átti Netagerð Reykdals og eftir Gos var hann stjórnandi hjá Netagerð Ingólfs.
Arnmundur átti, í samstarfi við Þórð Stefánsson skipstjóra, bátinn Björgvin VE 271 og starfaði við þá útgerð.
Hann var virkur í starfi Aðventsafnaðarins í Eyjum og var formaður um árabil. Einnig söng hann í kórum safnaðarins.
Arnmundur starfaði hjá Sjálfsbjörgu og var þar formaður um hríð og tók einnig þátt í starfi Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum.
Hann kvæntist Kristínu Karlsdóttur 1943 og eignaðist með henni tvö börn.
Þau bjuggu í Ártúni við Vesturveg 20, byggðu húsið við Brimhólabraut 6 og bjuggu þar síðan.
Hjónin fluttust í dvalarheimilið Hraunbúðir.
Kristín lést 1997.
Sambýliskona Arnmundar var Þórunn Magnúsdóttir.
Arnmundur lést 2014 í Hraunbúðum.

I. Kona Arnmundar Óskars, (23. ágúst 1943), var Kristín Karlsdóttir, f. 28. janúar 1921, d. 30. september 1997.
Börn þeirra:
1. Ásta Arnmundsdóttir húsfreyja, kennari, f. 26. febrúar 1946 í Ártúni. Maður hennar er Sigurður Jónsson fyrrverandi bæjarfulltrúi, sveitarstjóri.
2. Gyða Margrét Arnmundsdóttir húsfreyja í Svíþjóð, f. 28. júní 1952 að Brimhólabraut 6.

II. Sambýliskona Arnmundar var Þórunn Magnúsdóttir, (Dúa), f. 25. mars 1930, d. 15. febrúar 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.