Arndís Jónsdóttir (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Arndís Jónsdóttir vinnukona fæddist 30. maí 1876 og lést 12. október 1969.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi á Hrauki og í Akurey í Landeyjum, f. 8. maí 1841, d. 7. maí 1913, og kona hans Arnbjörg Andrésdóttir húsfreyja f. 8. ágúst 1840.

Arndís var með fjölskyldu sinni á Hrauki 1880, var léttastúlka á Bergþórshvoli 1890.
Hún fluttist til Eyja, var vinnukona í Landlyst 1901. Þau Ólafur bjuggu í Dalbæ við fæðingu Aðalbjargar 1902, í Hvammi við fæðingu Guðbjargar Karlottu 1904.
Þau fluttust til til Kanada 1905 með dætur sínar, bjuggu í Manitoba, Selkirk og Winnipeg, síðast í Seattle í Bandaríkjunum.

Maður Arndísar var Ólafur Ólafsson vinnumaður í Landlyst og víðar, f. 26. mars 1875, d. 5. febrúar 1947.
Börn þeirra hér:
1. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Mrs Verner Vestanhafs, f. 25. ágúst 1902 í Dalbæ.
2. Guðbjörg Karlotta Ólafsdóttir, f. 19. ágúst 1904 í Hvammi, Mrs Vopnfjörð Vestanhafs, d. 27. desember 1976.
3. Andrés Ólafsson, f. 11. febrúar 1901, d. 19. febrúar 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.