Arnar Andersen (Stapa)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Arnar Semingur Andersen frá Stapa, sjómaður, bifreiðaeftirlitsmaður, gangavörður fæddist 12. október 1935 á Litlu-Eyri og lést 24. nóvember 2017.
Móðir hans var Jóna Ingibjörg Magnúsdóttir talsímakona, f. 19. september 1916, d. 20. október 1938, og barnsfaðir hennar Svend Ove Andersen frá Friðrikssundi í Danmörku, körfu-og skipasmiður.

Hálfbróðir Arnars, samfeðra, er
1. Erling Andersen sjómaður, bifreiðastjóri, módelsmiður í Hafnarfirði.
Föðurbræður Arnars voru:
2. Pétur Andersen formaður og útgerðarmaður, ættfaðir Andersenættarinnar í Eyjum.
3. Jens Andersen skipasmiður, skipstjóri.
Bræðrungar Arnars, synir Jens voru:
4. Torfi Alexander Andersen sjómaður.
5. Adolf Andersen bóndi, smiður.
Bræðrungur Arnars, dætur Jens, voru:
6. Jenný Andersen húsfreyja.
7. Elna Andersen.

Arnar missti móður sína, er hann var þriggja ára. Hann ólst upp hjá móðurmóður sinni Guðbjörgu Guðmundsdóttur húsfreyju á Stapa, og manni hennar Guðmundi Jónssyni og fluttist með þeim úr Eyjum.
Hann stundaði sjómennsku, varð síðar bifreiðaeftirlitsmaður, en endaði starfsferil sinn sem gangavörður í skóla.

I. Barnsmóðir Arnars er Ragnheiður Halldórsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 8. ágúst 1936 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Halldór Marías Ólafsson sjómaður, f. 2. nóvember 1894 á Berjadalsá í Snæfjallahreppi, N.-Ís., d. 12. september 1955, og kona hans Ólöf Helga Fertramsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1893 í Nesi í Grunnavíkurhreppi, N.-Ís., d. 14. maí 1992.
Barn þeirra:
1. Helga María Arnarsdóttir sjúkraliði í Kópavogi, f. 10. október 1954. Maður hennar Þorsteinn Helgason.

II. Barnsmóðir Arnars var Sigríður Ásdís Magnúsína Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja á Ísafirði, f. þar 24. júní 1933, d. 3. febrúar 1993. Foreldrar Guðmundur Magnússon sjómaður í Súðavík, f. 1894, og barnsmóðir hans Ragnheiður Elín Bjarnadóttir verkakona, f. 13. júní 1897, d. 25. desember 1958.
Barn þeirra:
2. Jón Guðjón Arnarsson Andersen verkamaður á Ísafirði, f. 9. mars 1955. Barnsmóðir hans Arnþrúður Hafdís Gunnlaugsdóttir. Kona Sigrún Þórey Ágústsdóttir.

III. Kona Arnars, (23. maí 1959, skildu), var Jóna Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1936. Foreldrar hennar voru Þórarinn Helgi Jónsson verkamaður í Reykjavík, f. 8. janúar 1913, d. 23. apríl 1986, og Guðríður Konráðsdóttir, f. 28. maí 1914, d. í nóvember 2005.
Börn þeirra voru:
3. Hallur Arnarsson húsasmiður í Reykjavík, f. 8. nóvember 1959. Kona hans Jóhanna Reynisdóttir.
4. Magnús Arnarsson bókagerðarmaður í Reykjavík, f. 29. desember 1964. Kona hans Unnur Ágústsdóttir.

IV. Síðari kona hans, (9. apríl 1982), er Borghildur Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1947. Foreldrar hennar voru Þorgeir Hafsteinn Jónsson verkstjóri, f. 27. mars 1923, d. 10. nóvember 2008, og Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja frá Stóra-Hvammi, f. 20. janúar 1923, d. 9. febrúar 2003.
Börn þeirra eru:
5. Hildur Ýr Arnarsdóttir danskennari í Kópavogi, f. 23. október 1972. Maður hennar Örn Arnarson.
6. Arna Björg Arnarsdóttir, býr í Kópavogi, f. 9. janúar 1983. Maður hennar Arnar Felix Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Borghildur Þorgeirsdóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.