Anný Guðjónsdóttir (Framnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2019 kl. 11:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2019 kl. 11:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anný Guðjónsdóttir (Framnesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir frá Framnesi, Vesturvegi 3b, húsfreyja og ljósmóðir í Vorsabæjarhjáleigu í Flóa fæddist 17. október 1908 í Framnesi og lést 12. maí 1993 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson formaður í Framnesi, f. 20. febrúar 1885, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1874, d. 19. nóvember 1950.

Anný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði við Ljósmæðraskólann í Reykjavík 1937 og lauk námi í september á því ári. Nokkru síðar var hún sett ljósmóðir í Villingaholtshreppsumdæmi til 30. júní 1938. Frá 1. júní 1949 var hún skipuð ljósmóðir í Gaulverjabæjarhreppsumdæmi.
Hún réðst kaupakona að Vorsabæjarhjáleigu og giftist Guðmundi, sem staðið hafði fyrir búi þar.
Þau Guðmundur eignuðust fimm börn, en eitt þeirra, drengur, dó óskírt.

Maður , (12. nóvember 1938), var Magnús Guðmundur Guðmundsson bóndi í Vorsabæjarhjáleigu, f. 11. ágúst 1908 í Vallarhjáleigu, d. 17. apríl 1979.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, bóndi í Vorsabæjarhjáleigu, f. 22. ágúst 1939. Barnsfaðir hennar var Hólmsteinn Arason. Maður Guðbjargar er Ingimar Ottósson.
2. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, húsmæðrakennari, f. 11. september 1940 í Vorsabæjarhjáleigu. Maður hennar er Hilmar Friðrik Guðjónsson.
3. Katrín Guðmundsdóttir fóstra, f. 22. mars 1944 í Vorsabæjarhjáleigu.
4. Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri á Raufarhöfn, f. 3. júní 1945 í Vorsabæjarhjáleigu. Kona hans er Guðrún Jónsdóttir.
Fósturbarn um skeið:
5. Guðrún Ægisdóttir bankastarfsmaður á Hvolsvelli.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 29. maí 1993. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.