Anna Sigríður Þorsteinsdóttir (Sléttaleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Sigríður Þorsteinsdóttir.

Anna Sigríður Þorsteinsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, verkakona fæddist þar 4. júlí 1927 og lést 29. desember 2007 á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gunnlaugur Halldórsson frá Rauðalæk í Glæsibæjarhreppi, Ey., f. 24. febrúar 1886 að Skipalóni, d. 19. febrúar 1972 og Rannveig Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, f. þar 10. nóvember 1902, d. 15. febrúar 1994.

Anna flutti til Eyja 1948, var verkakona á heimili Hálfdanar 1949. Þau giftu sig á gamlársdag 1949, en Hálfdan fórst með v.b. Helga VE-333 við Faxasker 7. janúar 1950.
Þau Gísli giftu sig 1951, eignuðust tvö börn og eitt kjörbarn. Þau bjuggu á Sléttaleiti við Boðaslóð 4, fluttu til Hveragerðis 1966, aftur til Eyja 1993, til Akureyrar 2005, bjuggu síðast í Skógarhlíð 35 í Hörgárbyggð.
Anna lést 2007 og Gísli 2017.

I. Fyrri maður Önnu Sigríðar, (31. desember 1949), var Hálfdan Brynjar Brynjólfsson sjómaður, matsveinn, f. 25. desember 1926, d. 7. janúar 1950.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari maður Önnu, (8. september 1951), var Gísli Hjálmar Brynjólfsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 10. ágúst 1929 á Eskifirði, d. 23. mars 2017 á Akureyri. Hann var bróðir Háfdanar fyrri manns hennar.
Börn þeirra:
1. Hrefna Brynja Gísladóttir, f. 28. mars 1952 á Sléttaleiti. Maður hennar Snorri Óskarsson.
2. Rannveig Gísladóttir, f. 15. maí 1953 á Sléttaleiti. Barnsfaðir hennar Kristinn Páll Ingvarsson. Maður hennar Marc Jonathan Haney.
Kjörsonur þeirra:
3. Jón Hreinn Gíslason póststarfsmaður í Svíþjóð, f. 5. október 1964 á Akureyri. Móðir hans var María Halla Jónsdóttir á Akureyri. Fyrrum kona hans Guðrún Helgadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 4. janúar 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.