Anna Jónsdóttir (Hásteinsvegi 28)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. ágúst 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. ágúst 2022 kl. 17:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Jónsdóttir húsfreyja á Hásteinsvegi 28 fæddist 1. desember 1909 á Siglufirði og lést 2. ágúst 1983.
Foreldrar hennar voru Jón Jóhannesson bóndi, fiskimatsmaður, fræðimaður, ritstjóri, f. 2. júlí 1878, d. 16. október 1953, og kona hans Guðlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1881, d. 14. júní 1966.

Systir Önnu var Helga Jónsdóttir í Húsavík, húsfreyja, f. 18. júlí 1902, d. 29. desember 1949.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, á Siglufirði og í Minnaholti í Skagafirði.
Þau Marinó giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 28. Marinó lést 1962 og Anna 1983.

I. Maður Önnu, (2. október 1937), var Marinó Guðmundsson sjómaður, kaupmaður, f. 21. júní 1912, d. 21. desember 1962.
Barn þeirra var:
1. Trausti Marinósson sjómaður, kaupmaður, verkstjóri, f. 18. ágúst 1939, d. 12. júlí 2000. Kona hans var Sjöfn Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.