Anna Jesdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júní 2007 kl. 16:15 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júní 2007 kl. 16:15 eftir Smari (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Jesdóttir fæddist 2. desember 1902 að Eyvindarhólum undir A-Eyjafjöllum og lézt 18. september 1994.

Anna Jesdóttir.
Hjónin Anna Jesdóttir og Óskar Kárason.

Foreldrar hennar voru Ágústa Eymundsdóttir og Jes A. Gíslason.
Hún fluttist með þeim til Vestmannaeyja árið 1907.
Anna lærði fyrst á píanó hjá Önnu Pálsdóttur í Vestmannaeyjum, síðar hjá Huldu A. Stefánsdóttur á Akureyri veturinn 1917-18. Hún fór í píanónám til Kaupmannahafnar 1921-1924 og lærði þar í einkatímum hjá hinum frábæra pianóleikara og kennara Haraldi Sigurðssyni prófessor við tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Hún fékk hrós frá Haraldi fyrir góðan árangur í píanónáminu og hvatningu til að halda áfram á sömu braut.
Eftir heimkomu frá námi kenndi hún á píanó í mörg ár á heimili sínu Sunnuhóli í Vestmannaeyjum. Einnig spilaði hún í bíó undir þöglu kvikmyndunum og á dansi-böllum, áður en danshljómsveitir komu til sögunnar. Með Lúðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar spilaði hún á skemmtunum, sem nefndar voru Kvöldvökur.
Hún spilaði á flygilinn sinn alveg fram á níræðisaldur.
Eiginmaður Önnu var Óskar Kárason.
Börn þeirra eru:

  1. Ágústa talsímakona, f. 3. febrúar 1930,
  2. Kári múrarameistari, f. 25. júlí 1931 og
  3. Þórir flugstjóri, f. 19. september 1934.

Heimildir

Þórir Óskarsson skrifaði samkvæmt upplýsingum frá Ágústu Óskarsdóttur, en Víglundur Þór Þorsteinsson færði á Heimaslóð.

Myndir á Þórir Óskarsson.