Anna Eyjólfsdóttir (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. febrúar 2016 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. febrúar 2016 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Eyjólfsdóttir (Löndum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Eyjólfsdóttir vinnukona á Löndum, síðar húsfreyja í Blaine í Washington-fylki fæddist 16. júní 1854 í Valnatúni u. Eyjafjöllum og mun hafa látist í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson, þá yngispiltur í Vallnatúni og Helga Bernharðsdóttir vinnukona þar, síðar húsfreyja í Bjarnakoti þar, f. 10. júlí 1824, d. 2. ágúst 1886.

Anna var fósturbarn í Vallnatúni u. Eyjafjöllum 1860, var hjá móður sinni í Bjarnarkoti þar 1870, vinnukona í Miðskála þar 1880.
Hún kom að Löndum 1883, var vinnukona í Landlyst í lok árs 1883-1887, í London 1888 og 1889, á Löndum 1890 og þaðan fór Helgi 1890 og hún 1891.
Þau Helgi giftu sig, bjuggu í Spanish Fork í 11 ár, en fluttust þá til Blaine í Washington-fylki, keyptu þar land utan við bæinn og stunduðu landbúnað.

Maður Önnu, (um 1891), var Helgi Ólafsson úr Mýrdal, vinnumaður á Löndum, f. 13. nóvember 1858.
Börn þeirra hér ,,talin myndarlegt og bezta fólk“:
1. Anna Helgadóttir.
2. Þorsteinn Helgason.
3. Jón Helgason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.