Anna Einarsdóttir (Skála)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Anna Einarsdóttir frá Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 26. apríl 1872 í Skála u. Eyjafjöllum og lést 6. febrúar 1939.
Foreldrar hennar voru Einar Híerónýmusson, f. 7. september 1846 í Holtssókn, d. 6. apríl 1922, og fyrri kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir, f. 25. júlí 1829, d. 17. mars 1894.

Anna var með foreldrum sínum í Ásólfsskála, en þau skildu og hún varð niðursetningur í Stóru-Mörk 1879.
Hún var vinnukona í Holti 1902, er þau Einar giftu sig. Þau eignuðust tvö börn, en Sigurður, yngra barnið, ólst upp hjá föðurforeldrum í Landeyjum. Þau fluttu til Eyja frá Skála u. Eyjafjöllum 1907, bjuggu í Skála (Litla-Hlaðbæ).
Einar lést 1930 og Anna 1939.

Maður Önnu, (26. október 1902), var Einar Jóhannsson frá Vorsabæ í A-Landeyjum, verkamaður, f. 24. júní 1875, d. 28. desember 1930.
Börn þeirra:
1. Guðrún Einarsdóttir húsfreyja í Skála, f. 10. október 1903, d. 30. maí 1961.
2. Sigurður Einarsson sjómaður, f. 29. nóvember 1904, d. 6. febrúar 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.