Anna Einarsdóttir (Háarima)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. febrúar 2020 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. febrúar 2020 kl. 14:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Anna Einarsdóttir (Háarima)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Einarsdóttir frá Háarima í Djúpárhreppi í Rang., húsfreyja fæddist þar 9. febrúar 1895 og lést 7. október 1953.
Foreldrar hennar voru Einar Árnason frá Vesturholtum í Djúpárhreppi, bóndi á Háarima, síðan á Oddsparti þar, f. 22. maí 1864 í Borgartúnshjáleigu í Djúpárhreppi, d. 10. júní 1931, og kona hans Jóhanna Tyrfingsdóttir frá Jaðri í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. þar 13. febrúar 1855, d. 1. júní 1903.

Anna var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hennar lést, er Anna var á níunda árinu.
Hún var tökubarn á Skinnum í Djúpárhreppi 1904-1908, hjú þar 1910-1914, var í Árbæ 1915, vinnukona í Hábæ þar 1916-1918, hjá föður sínum á Oddsparti 1919-1922.
Anna fluttist til Eyja 1923 og þau Jón giftu sig á því ári, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra fimm mánaða gamalt. Þau bjuggu á Múla við giftingu, í Ásnesi 1924-1926, á Höfðabrekku 1927.
Þau bjuggu á Höfðabrekku 1930 með barnið Jónas hjá sér og enn 1931 við fæðingu Einars Jóhanns, bjuggu í nýbyggðu húsi sínu við Hásteinsveg 33 1934 með Jónas og Einar hjá sér. Þar bjuggu þau meðan báðum entist líf.
Anna lést 1953 og Jón 1970.

I. Maður Önnu, (10. maí 1923), var Jón Jónasson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, verkamaður, fiskimatsmaður frá Múla, f. 8. ágúst 1895 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1970.
Börn þeirra:
1. Jónas Jónsson bifreiðastjóri, f. 11. janúar 1924 í Ásnesi, d. 15. mars 2003.
2. Jóhannes Kristinn Jónsson, f. 17. ágúst 1929 á Höfðabrekku, d. 20. janúar 1930.
3. Einar Jóhann Jónsson bifreiðastjóri, f. 15. ágúst 1931 á Höfðabrekku, d. 28. janúar 2018.
4. Karl Gunnar Jónsson skipstjóri, f. 10. febrúar 1937 á Hásteinsvegi 33.<br<


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.