Anný Guðjónsdóttir (Framnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir frá Framnesi, Vesturvegi 3b, húsfreyja og ljósmóðir í Vorsabæjarhjáleigu í Flóa fæddist 17. október 1908 í Framnesi og lést 12. maí 1993 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson formaður í Framnesi, f. 20. febrúar 1885, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1874, d. 19. nóvember 1950.

Anný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði við Ljósmæðraskólann í Reykjavík 1937 og lauk námi í september á því ári. Nokkru síðar var hún sett ljósmóðir í Villingaholtshreppsumdæmi til 30. júní 1938. Frá 1. júní 1949 var hún skipuð ljósmóðir í Gaulverjabæjarhreppsumdæmi.
Hún réðst kaupakona að Vorsabæjarhjáleigu og giftist Guðmundi, sem staðið hafði fyrir búi þar.
Þau Guðmundur eignuðust fimm börn, en eitt þeirra, drengur, dó óskírt.

Maður , (12. nóvember 1938), var Magnús Guðmundur Guðmundsson bóndi í Vorsabæjarhjáleigu, f. 11. ágúst 1908 í Vallarhjáleigu, d. 17. apríl 1979.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, bóndi í Vorsabæjarhjáleigu, f. 22. ágúst 1939. Barnsfaðir hennar var Hólmsteinn Arason. Maður Guðbjargar er Ingimar Ottósson.
2. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, húsmæðrakennari, f. 11. september 1940 í Vorsabæjarhjáleigu. Maður hennar er Hilmar Friðrik Guðjónsson.
3. Katrín Guðmundsdóttir fóstra, f. 22. mars 1944 í Vorsabæjarhjáleigu.
4. Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri á Raufarhöfn, f. 3. júní 1945 í Vorsabæjarhjáleigu. Kona hans er Guðrún Jónsdóttir.
Fósturbarn um skeið:
5. Guðrún Ægisdóttir bankastarfsmaður á Hvolsvelli.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 29. maí 1993. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.