Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2002 -

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2019 kl. 15:29 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2019 kl. 15:29 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) (Ný síða: == 2002 == === '''Janúar'''  === === '''Samskip semur við ÍBV''' === Rétt fyrir hátíðirnar var undirritaður samningur á milli Samskips og handknattleikshreyfingarinnar í...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

2002

Janúar  

Samskip semur við ÍBV

Rétt fyrir hátíðirnar var undirritaður samningur á milli Samskips og handknattleikshreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Um er að ræða samning við bæði karla- og kvennadeild IBV og gildir hann næstu þrjú árin. Fulltrúar handknatteiksdeildanna lýstu yfir mikilli ánægju með samninginn sem og Björgvin Arnaldsson, forstöðumaður Samskipa í Eyjum. Samningurinn felur í sér beina peningastyrki að upphæð 1,8 milljónir króna sem dreifist á milli deildanna næstu þrjú árin. Eins hljóðar samningurinn upp á ferðir með Herjólfi að upphæð 200.000 krónur á ári, miðað við einingarverð. Í staðinn fær Samskip auglýsingu á gólfi íþróttasalarins, fánar fyrirtækisins og merki verða áberandi á heimaleikjum ÍBV og Samskip verður kynnt sem einn af aðalstyrktaraðilum ÍBV. 

Víkingarnir koma

Fyrsti æfingaleikur karlanna í nýja salnum var áætlaður á upphafsdögum nýs árs. Þorbergur Aðalsteinsson, handknattleiksþjálfari, mætti til Eyja með sína menn, en hann þjálfarVíkinga. Spilaðir voru tveir leikir á tveimur dögum en úrslit leikjanna voru ekki gerð kunn.  

Auglýst eftir gripum frá ÍBV

Í 2. Tölublaði Eyjafrétta árið 2002 var auglýst eftir hvort einstaklingar hefðu gripi undir höndum sér frá ÍBV „Stjórn Iþróttabandalags Vestmannaeyja leitar nú ýmissa gagna, sem tilheyra héraðssambandinu og gætu leynst víða í bænum. Hugmyndin er að koma þeim á einn stað, til framtíðarvarðveislu og gera þau aðgengileg. Þetta gætu verið fundargerðarbækur, myndir, bréf, gamlir búningar, verðlaunagripir eða annað það sem tilheyrt gæti ÍBV. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra, sem hugsanlega gætu haft slík gögn í fórum sínum, að koma þeim annaðhvort í Tvistinn til Birgis Sveinssonar eða á ritstjórn Frétta," segir í auglýsingunni.  

Veðrið hefði mátt vera betra

Þrettándagleðin fór fram með hefðbundnu sniði. Flugeldasýning hleypti fjörinu af stað um kvöldið og gengið var frá Hánni, þar sem jólasveinarnir komu niður, upp á Malarvöllinn við Löngulág þar sem hefðbundin hátíðahöld fóru fram. Veðrið hefði gjarnan mátt vera betra en það kom þó ekki í veg fyrir góða mætingu fólks. Glæsileg flugeldasýning var svo hápunktur kvöldsins en þetta kemur fram í tölublaði Frétta. 

Stelpurnar á toppinn

Handboltastelpurnar skutust á úrvalsdeildarinnar í Handbolta ásamt Haukum í janúar eftir að hafa sigrað Gróttu/KR 21-22. ÍBV átti harma að hefna en Amela

Hegic og félagar hennar í Gróttu/KR sigruðu IBV hér í Eyjum í upphafi íslandsmótsins. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en í hálfleik var staðan 11-10 fyrir heimastúlkur sem voru ávallt skrefinu á undan.

Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik, heimastúlkur voru yfirleitt fyrri til að skora en undir lokin náði IBV agætum spretti en sigurmarkið skoraði Ana Perez örskömmu fyrir leikslok og tryggði ÍBV þennan mikilvæga sigur. Þetta var fyrsti leikur ÍBV árið 2002 en deildarkeppni hafði nánst legið niðri frá því í enda nóvember en liðin léku svo eina umferð um miðjan desember. Það má því að nokkru leyti segja að Islandsmótið, sem hefur til þessa verið barátta fjögurra liða, hafi alla möguleika á því að taka mjög svo óvænta stefnu en með sigrinu á Gróttu/KR stigu stelpumar stórt skref í átt að toppsætinu.

Erlingur Richardsson, þjálfari IBV, sagði eftir leikinn í samtali við Fréttir að leikurinn hefði verið mjög jafn. „Við vorum í hálfgerðum eltingaleik allan leikinn en náðum tvisvar sinnum að komast yfir og í annað sinn var það rétt áður en leikurinn var búinn. Eg er auðvitað alltaf ánægður með sigur en við sýndum engan glansleik í kvöld og vorum að gera of mikið af einföldum mistökum sem við verðum að laga fyrir föstudaginn þegar við tökum á móti FH. En það er gott að halda sér við toppinn. Með sigrinum náum við Haukum að stigum en skiljum Gróttu/KR dálítið eftir en það er enn mikið eftir af mótinu og maður verður ekki rólegur fyrren síðasti leikurinn er búinn." Stelpunum gekk þó ekki nógu vel gegn FH en leiknum lauk með jafntefli 21-21. Miðað við gengi liðina hefðu stelpurnar ekki átt að vera í neinum vandræðum með lið FH.  

Hjalti áfram hjá ÍBV

Frá því var greint á heimasíðu ÍBV, að náðst hafi samkomulag við Hjalta Jóhannesson, leikmann ÍBV, að hann leiki áfram með liðinu næstu 3 árin. Bakvörðurinn fótknái hefur undanfarin ár leikið með IBV  og verið ein af styrkustu stoðum liðsins. Það er því mikill léttir fyrir Eyjamenn að hann leiki áfram undir merkjum IBV.  

Enn reynir HSÍ að bregða fæti fyrir ÍBV

Það vakti nokkra athygli og furðu að leiktímanum í leik ÍBV og Hauka skyldi vera breytt aðeins tæpum sólarhring fyrir leik en það var fyrst og fremst krafa Hauka sem varð til þess að HSÍ breytti leiktímanum, án þess að ráðfæra sig við forráðamenn ÍBV, en þetta kemur fram í Fréttum. Samkvæmt heimildum Frétta barst tilkynning frá HSÍ um breyttan leiktíma á föstudagskvöldið, tæpum hálfum sólarhring fyrir leik og með ólíkindum að næststærsta sérsamband ISÍ getir leyft sér önnur eins vinnubrögð. En handknattleiksráðið brást skjótt við og flestir ef ekki allir mættu á réttum tíma á leikinn. 

HK vann Sparisjóðsmótið

Karlalið ÍBV hélt um helgina Sparisjóðsmót í handbolta þar sem meistaraflokkur ÍBV lék auk HK og íslenska landsliðsins, skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri. A föstudaginn lék IBV gegn ungmennunum og sigraði naumlega en hvorki Mindaugas né Petras léku með liðinu þar sem þeir eru báðir í Litháen við landsliðsæfingar. HK sigraði svo ungmennalandsliðið lfka og því varð síðasti leikurinn í mótinu, milli ÍBV og HK hreinn úrslitaleikur. Fyrri hálfleikur var afburðaslakur hjá IBV en gestirnir úr Kópavoginum sigruðu svo örugglega í leiknum og unnu þar með mótið. I lok mótsins var svo slegið upp grillveislu sem þótti hin besta skemmtun. 

Ágætir æfingaleikir

Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék tvo æfingaleiki í Reykjaneshöllinni í lok janúar. Þeir voru hluti af litlu æfingamóti þar sem auk ÍBV tóku þátt ásamt Keflavík, Þór frá Akureyri og FH. ÍBV byrjaði á því að spila gegn FH og var sá leikur mjög opinn og skemmtilegur. Njáll Eiðsson, þjálfari ÍBV sagði við Fréttir að leikurinn hefði, þrátt fyrir tapið, verið ágætlega leikinn af ÍBV. „Við vorum mun betri í fyrri hálfleik og vorum í raun klaufar að vera ekki búnir að klára leikinn þá. Það vantaði nokkra sterka leikmenn. Kjartan, Ingi, Hjalti Jóns., og Atli eru allir meiddir og Birkir og Unnar Hólm spiluðu bara annan leikinn. Í leiknum gegn Þór óðum við hreinlega í færum en gekk illa að nýta þau. Sigurður Ragnar Eyjólfsson nýtti þó eitt færanna og þrátt fyrir yfirburði okkar þá var jafntefli niðurstaðan." Mörkin gegn FH skoruðu þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson 2 og Bjarni Geir Viðarsson 1. 

Bikarmeistararnir lögðu Íslandsmeistarana

Bikarmeistarar ÍBV tók á móti Íslandsmeisturum Haukum í undanúrslitum bikarkeppninar í Eyjum í lok janúar. Fyrirfram var búist við hörkuleik en þessi lið börðust um sigur bæði í Islandsmótinu og bikarkeppninni í fyrra en í bikarnum vann ÍBV einmitt eftir æsispennandi Ieik þar sem sigur vannst í framlengdum leik. Haukastúlkur voru minnugar leiksins frá því í fyrra og virtust vera ákveðnari til að byrja með. En sú frábæra stemmning sem var í húsinu varð til þess að Islandsmeistararnir fóru á taugum á meðan leikmenn IBV gengu á lagið og unnu leikinn nokkuð örugglega 21-19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12-9. Það var sannkölluð hátíðarstemmning í nýja íþróttahúsinu þar sem rúmlega sjö hundruð manns voru mætt. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að sú stemmning sem náðist oft í gamla húsinu næðist ekki í því nýja en þær voru ástæðulausar. Sjaldan hefur annar eins hávaði heyrst á handboltaleik í Vestmannaeyjum. Stelpurnar mæta Gróttu/KR í úrslitlaleiknum sem fer fram í Laugardalshöllinni þann 16. Febrúar. Mörk ÍBV: Dagný Skúladóttir 6, Ana Pérez 5/2, Theodora Visokaite 4, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Andrea Atladóttir 2, Isabel Ortis I. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 18/1.

Í tölublaði Frétta eftir leikinn voru birt viðtöl við Vigdísi Sigurðardóttur markmann ÍBV og Erling Richardsson þjálfara. „Þetta era mjög jöfn lið þannig að það mátti lítið út af bregða. Ég hélt að þetta væri komið hjá okkur í stöðunni 20-16, en það var það alls ekki. Mér fannst við ekki mjög skynsamar undir lokin. Spiluðum of stuttar sóknir en við höfðum það sem betur fer," sagði Vigdís Sigurðardóttir markmaðurinn knái. „Stemmningin var alveg meiriháttar en ég var sú eina í liðinu sem vildi spila í gamla salnum. Ég hef heldur betur skipt um skoðun núna. Þessi stuðningur er mjög mikilvægur fyrir okkur stelpurnar því við erum að sjá andlit sem við hófum aldrei séð áður á leikjum hjá okkur og að fá svona marga á leikinn sýnir okkur að við eigum besta heimavöllinn á landinu," sagði Vigdís Sigurðardóttir markvörður liðsins.

Erlingur Richardsson er að komast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik sem þjálfari meistaraflokks. „Ég var dálítið stressaður um miðjan fyrri hálfleikinn því mér fannst við vera komnar með of mikið forskot, eins kjánalega og það hljómar nú. Hættan er að þá verði leikmenn værukærir, haldi að sigurinn sé í höfn. Það gerðist ekki og við vorum yfirleitt þremur til fjórum mörkum yfir og leikurinn spilaðist nánast eins og við lögðum upp með. Þær spiluðu 6-0 vörn sem við reiknuðum með og vorum búin að vinna í og vörnin stóð fyrir sínu, þannig hefst þetta. Sóknarleikurinn var mjög kaflaskiptur hjá okkur, við vorum að gera ágæta hluti en inn á milli kom einstaklingsframtak sem gengur ekki upp á móti jafn sterku liði og

Haukarnir eru. Það var auðvitað frábært að sjá rúmlega sjö hundruð manns á leiknum þegar bæjarfélagið er ekki stærra en þetta. Ég held að það séu ekki margir bæir á landinu sem gætu leikið þetta eftir en við óskum núna bara eftir áframhaldandi stuðningi í nýja húsinu." 

Nóg um að vera hjá yngri flokkunum

Þriðji flokkur kvenna lék í lok janúar á Islandsmótinu í innanhússboltanum en flokkurinn hefur verið einn af þeim bestu á landinu í áraraðir. En nú tapaði liðið hins vegar öllum sínum leikjum í riðlakeppninni og komst því ekki áfram.

Urslit leikjanna voru þessi: IBV-Umf. Bessastaðarhrepps 0-2, ÍBV-Fjólnir 0-5, ÍBV -Haukar 1-7.

Fjórði flokkur karla lék í Þorlákshöfn í Suðurlandsriðli. Liðið rúllaði yfir andstæðinga sína og sigraði í riðlinum. ÍBV-Ægir 7-2, ÍBV-Hamar 4-1, ÍBV-Selfoss 3-1, ÍBV-KFR 6-2.

Fjórði flokkur kvenna lék einnig á sunnudaginn og spilaði liðið í Fylkishöllinni. Liðið stóð sig ágætlega og endaði í öðru sæti.

Úrslit: ÍBV-Fylkir 2-1, ÍBV-Ægir l-l,ÍBV-HK0-5,ÍBV-Víðir5-2.

Þá spilaði fimmti flokkur karla í Framhúsinu sl. laugardag en strákarnir enduðu í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins. Úrslitin voru þessi: Umf. Bessast. 1-3, ÍBV Keflavík 2-1, ÍBV-Fram 2-12, ÍBV-Ægir 1-5, ÍBV- Grótta 1-1.

Bikarfjör í yngri flokkum

Annar flokkur karla komust um miðjan janúar í undanúrslit í bikarkeppni aldursflokksins. Liðið lék gegn hinu sterka liði FH-inga og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Liðið leikur ekki í íslandsmótinu og því er árangurinn enn betri enda er liðið að spila mun færri leiki en mótherjar þeirra. Leikurinn var æsispennandi en aðeins munaði einu marki í hálfleik þar sem FH leiddi, 14-15. Í síðari hálfleik höfðu strákamir betur en sigurmarkið kom þegar venjulegum leiktíma lauk, 29-28. Sigurður Ari Stefánsson skoraði það og kom ÍBV þar með í undanúrslit keppninnar.

Mörk ÍBV: Kári 11, Sigurður Ari 8, Davíð 4, Karl 3, Sigþór 2 og Sindri 1.

Strákarnir mætti svo Val í undanúrslitum þar sem gestirnir höfðu betur 29-34. Sigbjörn Óskarsson, þjálfari sagði í samtali við Fréttir að strákarnir hefðu barist hetjulegri baráttu. „Við vorum inni í leiknum allan tímann og í hálfleik munaði bara einu marki. En við misstum dampinn í seinni hálfleik og þar kom bersýnilega í ljós munurinn á leikæfingu liðanna. Það er grátlegt að geta ekki boðið strákunum upp á þáttöku í íslandsmótinu en HSÍ skipulagði mótið þannig að það væru þrettán leikir í Reykjavík og ferðakostnaðurinn við það er einfaldlega allt of hár."

Unglingaflokkur kvenna ÍBV lék einnig í bikarkeppninni en stelpumar fóru til Akureyrar og léku gegn KA. Heimastúlkur höfðu undirtökinnánast allan leikinn en undir lokin hrundi hins vegar leikur IBV og KA stúlkur sigmðu með 24-18. Markahæstar voru þær Aníta Ýr 8, Bjarný 3, María 3 og Þórsteina 2.

Þriðji fiokkur karla tók á móti Val í bikarkeppninni þar sem liðið tapaði naumlega 19-20 en leikurinn var í sextán liða úrslitum keppninnar.

Strákarnir léku einnig gegn ÍR í Íslandsmótinu sömu helgi og bikarleikurinn fór fram en báðir leikirnir voru spilaðir í Eyjum.  ÍBV var betra liðið framan af en undir lokin tóku gestirnir atkvæðamestu leikmenn IBV úr umferð og við það riðlaðist leikur liðsins. Gestirnir gengu á lagið og náðu að jafna 26-26 áður en yfir lauk. Þrátt fyrir jafnteflið er ljóst að mikið býr í liðinu. 

Tvær í kvennalandsliðið

ÍBV á tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu en það eru þær Dagný Skúladóttir og Vigdís Sigurðardóttir. Þær voru valdar til að fara með liðinu í æfingabúðir á Laugarvatni þar sem æft verður og leikinn einn æfingaleikur. Vigdís hefur ekki verið í náðinni hjá þjálfaranum en eftir að hún nánast lokaði markinu í seinni hálfleik í leik ÍBV og Íslands þá sannfærðist hann og valdi hana. 

Nýr maður í knattspyrnuráð

Ákveðnar mannabreytingar hafa farið fram í knattspymuráði karla en Sigurjón Kristinsson hefur ákveðið að snúa sér að öðmm verkefnum. Nú er búið að finna eftirmann Jonna en það er Ástþór Jónsson, verslunarstjóri 11-11. 

Gunnar Berg með landsliðinu

Gunnar Berg Viktorsson var valinn í landsliðshópinn sem fór á Evrópumeistaramótið í handknattleik í Svíþjóð. Gunnar Berg hefur lengi verið viðloðandi íslenska landsliðið í handknattleik en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hann spilar með liðinu á stórmóti eftir að hafa fengið smjörþefínn aðeins nítján ára gamall. Tæplega sjö ára undirbúningi er vonandi þar með lokið enda hefur hann verið að spila mjög vel í þau fáu skipti sem hann fær tækifæri. Í viðtali sem tekið var við Gunar Berg í Fréttum á meðan hann var staddur úti segir hann að draumurinn um að leika með íslenska landsliðinu í stórmóti sé nú loksins að rætast eftir að hafa verið með rétt utan viðleikmannahópinn undanfarin sex ár. „Það má kannski segja að ég hafí verið orðinn atvinnumaður í bekksetu með landsliðinu. En þetta er allt á réttri leið, ég er að spila eitthvað í flestum leikjunum og það er reyndar áberandi með Guðmund Guðmundsson að flestir eru að spila eitthvað í þessum leikjum. Fyrir vikið er miklu betri mórall í liðinu núna og minni pressa á einstaka leikmenn að standa sig í hverjum einasta leik. Leikimir á móti Þjóðverjum á undirbúningstímabilinu komu mér hingað og nú fæ ég tækifæri á að mæta þeim aftur. Mér fannst ég spila vel á móti þeim heima og vona að ég fái aftur tækifæri í byrjunarliðinu þegar við spilum gegn þeim," sagði Gunnar Berg meðal annars í ítarlegu viðtali þar sem hann ræddi um landsliðið og lífið úti í Frakkalandi þar sem hann lék með Paris St. Germain.  

FEBRÚAR: 

Sigur í æfingaleikjum

Í byrjun febrúar lék meistaraflokkur karla í knattspyrnu tvo leiki en leikirnir fóru báðir fram í Reykjavík. Lið ÍBV var að mestu leyti skipað þeim leikmönnum sem voru í eða við hópinn síðastliðið sumar að tveimur undantekningum, Sigurður Ragnar Eyjólfsson lék sinn annan leik með ÍBV en það sem vakti mesta athygli var að Magnús Steindórsson, leikmaður KFS spilaði báða leikina með ÍBV og skoraði hvorki fleiri né færri en fjögur mörk í leikjunum tveimur. Fyrst var leikið gegn Fjölni og sigraði ÍBV þann leik nokkuð auðveldlega 4-1 en mörk ÍBV skoruðu þeir Magnús 2, Óskar Jósúa og Bjarni Rúnar sitt markið hvor en Bjarni er að stíga sín fyrstu spor með liðinu. Seinni leikurinn var svo gegn fyrrum lærisveinum Njáls Eiðssonar og áttu Eyjamenn ekki í vandræðum með þá og sigruðu í þetta sinn 3-1. Magnús skoraði tvö og hefur greinilega verið á skotskónum. Pétur Runólfsson skoraði svo þriðja mark ÍBV. 

Strákarnir aftur af stað

Handboltinn hjá strákunum fór aftur að rúlla eftir pásu vegna Evrópumeistaramóts í handboltanum. Sigurbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttir að pásan hefði nýst þeim ágætlega ,,Reyndar vorum við að fá Litháana aftur til okkar í þessari viku og Minde er meiddur og allt útlit fyrir að hann verði ekki klár næstu tvær vikurnar jafnvel. Hléið hefur hins vegar verið skuggalega langt og við náðum ekki að spila nógu marga æfingaleiki en náðum samt sem áður nokkrum ágætis leikjum. Ég kvíði engu um framhaldið, við vorum á góðri siglingu fyrir hléið og unnum síðustu fimm leikina. Stjarnan stal hins vegar af okkur tveimur stigum í haust þannig að við eigum harma að hefna og ætlum okkur sigur. Við höfum sett okkur markmið og það er að ná 75-80 prósent árangri úr þeim leikjum sem eftir eru. Þá yrðum við væntanlega í einu af fjórum efstu sætunum. Við ætlum okkur í úrslitaleikina og ekkert annað," sagði Sigbjörn. Fyrsti leikurinn var gegn Stjörnuni á heimavelli þeirra en honum lauk með jafntefli 21-21 eftir að IBV hafði farið illa að ráði sínu síðustu mínúturnar.

Stjarnan byrjaði leikinn betur og náðu fljót þriggja marka forystu. ÍBV skoraði næstu fimm mörk og breyttu stöðunni úr 5-2 í 5-7. Jafnræði var með liðinum það sem eftir lifði leiks og var ÍBV með tveggja marka forskot þegar flautað var til hálfleiks, 11-13.

Strákarnir mættu ekki til leiks í byrjun síðari hálfleiks og Stjarnan náði þriggja marka forskoti. En góður leikkafli síðasta stundarfjórðunginn gerði það að verkum að ÍBV var með pálmann í höndunum undir lokin. En í þrígang mistókst Eyjamönnum að auka muninn í tvö mörk og undir lokin munaði minnstu að heimamenn næðu að stela sigrinum en Hörður Flóki Ólafsson, besti maður vallarins, varði vel og tryggði þar með ÍBV stigið.

Nú situr IBV í áttunda sæti, með jafnmörg stig og KA en lakara markahlutfall. ÍBV hefur ekki tapað í sex leikjum í röð, gert þrjú jafntefli og unnið þrjá leiki sem hefur skilað liðinu níu af þeim þrettán stigum sem liðið hefur nú.

Mörk ÍBV: Petras Raupenas 6, Mindaugas Andriuska 5/5, Arnar Pétursson 4, Sigurður Bragason 2, Sigþór Friðriksson 1, Jón Andri Finnsson 1, Kári Kristjánsson 1, Sigurður Ari Stefánsson 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/2 

Veldur vandræðum

Í byrjun febrúar var flugvöllurinn í Eyjum aðeins opinn til klukkan sjö á kvöldin þar sem flugumferðarstjórar áttu í kjarabaráttu og höfðu teflt fram því vopni að banna alla yfirvinnu hjá flugumferðarstjórum. Það að ekki skuli vera flug innanlands á kvöldin setur íþróttahreyfinguna á annan endann, enda fara flestir leikir fram á kvöldin og oft í miðri viku. Karladeildin verður þétt leikin næsta tvo og hálfan mánuðin og lítið svigrúm til breytinga en kvennadeildin er ekki leikin jafn þétt og líklega verða áhrif verkfallsins í lágmarki hjá þeim. Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs karla, sagði í samtali við Fréttir að málið væri komið á mjög alvarlegt stig. „Við eigum leik núna á sunnudaginn gegn ÍR en leikurinn á að fara fram klukkan átta um kvöldið og því erum við í sömu vandræðum og ef leikurinn færi fram í miðri viku. Þetta er auðvitað rosalega slæmt mál eins og hefur nú þegar sýnt sig hjá kvennaboltanum þegar leik ÍBV og KA/Þórs var frestað oftar en einu sinni vegna verkfallsins. Þetta er ekki síst slæmt núna því það væri mjög mikilvægt fyrir handboltann hér heima að fara af stað með stæl eftir gott gengi landsliðsins á Evrópumótinu til að auka vegsemd íþróttarinnar að nýju."

Þorvarður Þorvaldsson hjá handknattleiksdeild kvenna tók í sama streng og Magnús. „Mér fannst ástandið vera orðið mjög slæmt hér í byrjun mótsins þegar samgöngumar voru komnar í þennan farveg sem þær eru í núna en svo bætist þetta við í ofanálag og ég sé ekki alveg lausnina á vandamálinu. Við í kvennaboltanum erum reyndar í ágætismálum þar sem það eru fáir leikir eftir fram að úrslitakeppni og nægt svigrúm til að spila um helgar. Við verðum hinsvegar bara að vona að þessi kjarabarátta flugumferðarstjóra leysist sem fyrst því auðvitað setur þetta handboltanum í landinu stól fyrir dymar." 

Sex í úrtaksæfingar

Hafnar eru úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu þrátt fyrir að rúmir fjórír mánuðir  séu í að knattspyrnuvertíðin hefjist fyrir alvöru. Úrtaksæfingar fyrir u-17 og u-19 ára landsliðin fóru fram í febrúar, bæði í kvenna- og karla knattspyrnu þar sem ÍBV átti sex fulltrúa. Hjá drengjunum eru það þeir Ólafur Þ. Berry og Björgvin M. Þorvaldsson sem voru valdir til æfinga hjá U-17 ára landsliðinu en enginn frá ÍBV er á meðal þeirra knattspymumanna sem munu mæta á æfingu hjá U-19 ára landsliðinu. Hjá stúlkunum eigum við hins vegar fulltrúa í báðum landsliðum . Hjá U-17 ára landsliðinu sjá þær Karitas Þórarinsdóttir og Sara Sigurlásdóttir um að halda uppi heiðri Eyjamanna. Á U-19 ára æfingunum eru hins vegar þær Elva D. Grímsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir en sú síðarnefnda var fastamaður í liðinu á síðasta ári. 

Samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Íslandsbanka

ÍBV íþróttafélag og Íslandsbanki undirrituðu samstarfssamning sín á milli til næstu þriggja ára. Íslandsbanki er þar með orðinn einn aðalstyrktaraðilinn hjá ÍBV íþróttafélagi. Íslandsbanki verður með auglýsingu á baki æfingagalla m.fl.karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Þá mun Íslandsbanki verða sýnilegur í öllum auglýsingum sem og leikskrám og blöðum sem félagið gefur út. Fána Íslandsbanka verður flaggað á öllum heimaleikjum hjá ÍBV og auglýsingaskilti á völlum félagsins. „Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir það mikla starf sem er unnið innan félagsins. Fyrir meistaraflokka félagsins og unglingastarfið er þetta gríðarlega mikilvægt að hafa fyrirtæki eins og íslandsbanka innan sinna vébanda. Við þökkum þeim kærlega fyrir og vonum að samstarfið eigi eftir að vera árangursríkt eins og undanfarin," sagði Magnús Sigurðsson framkvæmdastjórí ÍBV í samtali við Fréttir. 

Spennan magnast

Bikarúrslitaleikurinn í handbolta milli ÍBV og Gróttu/KR verður spilaður 16. febrúar en spennan fyrir leiknum er gríðarleg enda getur ÍBV varið titilinn. Fréttir slógu á þráðinn til fyrirliða liðanna til að forvitnast um undirbúningin en það eru þær Ingibjörg Jónsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir.

„Ég er búin að segja stelpunum að ég ætla að lyfta bikarnum í fyrsta sinn en ég var ekki með í fyrra," segir Ingibjörg. „Það var agalegt að standa við hliðarlínuna og geta ekkert gert þegar mest lá við en það verður allt annað að vera inni á vellinum og í baráttunni. Annars á ég von á mjög jöfnum leik og þess vegna verður mikilvægt fyrir okkur að halda einbeitingunni allan leikinn. Þær þyrstir orðið í titil en þær töpuðu í bikarúrslitum fyrir tveimur árum og töpuðu þá Iíka fyrir okkur um Islandsmeistaratitilinn þannig að þær eiga harma að hefna." Hvernig er undirbúningnum háttað? „Ég býst við að við eigum eftir að leggja áherslu á tæknileg atriði í okkar leik. Við munum að sjálfsögðu skoða leik Gróttu/KR á myndbandi en við munum einbeita okkur að okkar leik . Ef við spilum af eðlilegri getu þá óttast ég ekkert. Breiddin er meiri nú en í  að fyrra þannig að ef einhver í liðinu á slæman dag þá bætir annar það upp. En ég vil bara hvetja sem flesta til að koma með okkur og mæta í Laugardalshöllina á laugardaginn, það munar um stuðninginn." „Ég met þetta þannig að þessi tvö lið séu mjög áþekk að styrkleika," segir Ágústa Edda Bjömsdóttir. „ Þau hafa spilað tvo leiki og unnið sinn hvort sem segir sitt. Reyndar var kannski lítið að marka fyrri leikinn enda var mótið svo til nýbyrjað en seinni leikurinn úti í Eyjum var í járnum allan tímann og sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var. Eg á þess vegna von á því að leikurinn verði jafn og spennandi allan tímann og eiginlega vona það því það er alltaf skemmtilegra að vinna svoleiðis leiki." Nú fáið þið styttri tíma til að undirbúa ykkur fyrir leikinn en hvernig munuð þið nýta tímann? „Það er rétt við spiluðum á þriðjudaginn í deildinni en ég held að undirbúningurinn verði ekki frábrugðinn. Við komum að sjálfsögðu til með að skoða upptökur af ÍBV og svo munum við vinna okkar varnarvinnu út frá því. Við erum að mestu leyti heilar fyrir utan línumanninn okkar sem meiddist og verður ekki með. Svo hefur markvörðurinn hjá okkur verið tæpur í allan vetur en líklega lætur hún sig hafa það. 

Uppgjör toppliðanna

Haukar tóku á móti ÍBV í Essodeild kvenna í toppslag  deildarinnar. Í síðustu tvö skipti sem þessi lið mættust hafði ÍBV betur en báðir leikirnir voru spilaðir í Eyjum en ÍBV hafði ekki tekist að leggja Hauka af velli á Ásvöllum og þar varð engin breyting á. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri heimastúlkna, 24 - 20, en leikur ÍBV hrundi nánast til grunna í leikhléi en þá var staðan 10-12 ÍBV í vil. ÍBV byrjaði betur í leiknum og leiddi nánast frá upphafi. Mest náði ÍBV fjögurra marka forystu 6-10 en kæruleysi í leik ÍBV undir lok fyrri hálfleiks varð til þess að Haukarnir náðu að laga stöðuna í stað þess að ÍBV bætti við forystuna. Staðan í hálfleik var engu að síður vænleg, tveggja marka forskot 12-10 gegn Haukum á útivelli er vel ásættanlegt. En það var eins og leikmenn ÍBV hefðu verið of sigurvissir því það tók heimastúlkur ekki nema tæpar tíu mínútur að brjóta mótspyrnuna á bak aftur. IBV skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en næsta mark kom ekki fyrr en eftir fjórtán mínútna leik en þá höfðu Haukarnir skorað átta mörk og voru því komnar með þægilega, fjögurra marka forystu. Sóknarleikur ÍBV hrundi gjörsamlega við það að Haukarnir breyttu um varnaraðferð en slíkt ætti ekki að koma jafn leikreyndu liði og ÍBV úr skorðum eins og raunin varð. Islandsmeistararnir þurftu ekki að sýna neinn glansleik til að innbyrða sigurinn sem var öruggur eftir að þær náðu forystunni.

Mörk ÍBV: Theodora Visokaite 5/1, Andrea Atladóttir 4, Ana Perez 4, Dagný Skúladóttir 3, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir 2. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16/1. 

Eyjamenn voru áberandi

Helgina 8.-10. febrúar fór fram ársþing KSÍ en þar áttu Eyjamenn að sjálfsögðu sína fulltrúa frá bæði ÍBV og KFS. Af þeim tíu tillögum til breytinga á lögum og reglum KSÍ áttu Eyjamenn þrjár. KFS kom með tillögu að breyttu keppnisfyrirkomulagi í neðstu tveimur deildunum og að U-23 ára liðum yrði meinuð þáttaka í bikarkeppni meistaraflokks. Ljóst var að stuðningur risanna við seinni tillögunni yrði lítill enda var tillagan felld. Tillagan um breytt keppnisfyrirkomulag í annarri og þriðju deild var forvitnileg enda samdóma álit þeirra sem eru með lið í þriðju deild að núverandi fyrirkomulag er mjög ósanngjamt. Þrátt fyrir þetta þá var tillagan felld. ÍBV bar fram tillögu um jöfnunarsjóð í deildarbikarnum þar sem ferðakostnaður yrði jafnaður út með sameiginlegum sjóði. Tillögunni var vísað til mótanefndar. Þá voru endurkjörnir í stjórn KSI þeir Einar Friðþjófsson og Jóhannes Ólafsson. 

Birkir Ívar til Spánar

Birkir Ívar Guðmundsson, Eyjapeyinn sem varið hefur mark Stjörnunnar undanfarið, hefur nú fetað í fótspor fyrrum félaga sinna hjá IBV, þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Guðfinns Kristmannssonar og haldið út í hinn harða heim atvinnumennskunnar í handknattleik. Nú eigum við Eyjamenn fulltrúa í þremur löndum. Birkir hélt til Spánar en Stjörnumenn lánuðu hann til 2. Deildarliðsins Balonamo Torrevieja.

Birkir Ívar hefur þegar leikið einn leik með liðinu, sem leikur í B-deildinni þar í landi þar sem honum gekk vel. 

Bikarinn áfram í Eyjum

ÍBV varði bikarmeistaratitilinn þegar liðið sigraði Gróttu/KR örugglega 22-16 þar sem öflugur varnarleikur skók sigurinn. Fyrsta markið kom frá Gróttu/ KR eftir rúma mínútu en næstu tólf sóknir fóru í súginn á meðan Eyjastúlkur skoruðu sex mörk þó að átta sóknir þeirra færu forgörðum. Staðan var því 6:1 sem var alveg í takt við leikinn því vörn Vestmannaeyinga var mjög hreyfanleg og skyttur Gróttu/ KR fengu varla færi á skoti eða línuspili enda virtust Eyjastúlkur lesa sóknartilburði þeirra eins og opna bók. Fyrir vikið voru skotin sem sluppu í gegn oft úr erfiðum færum auk þess að Vigdís Sigurðardóttir í marki ÍBV var í miklum ham. Þegar staðan var 8:2 eftir um 20 mínútna leik var sem Gróttu/ KR-stúlkur tækju sig saman í andlitinu því þeim tókst að minnka muninn úr sex mörkum niður í 5 fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og ÍBV náði 14:6 forystu. Þá sá þjálfari Gróttu/KR að svo mætti ekki við búið standa, breytti í framliggjandi vörn, sem sló Eyjastúlkur útaf laginu um tíma uns aðeins munaði fjórum mörkum, 16:12. Grótta/KR fékk færi til að minnka muninn niður í þrjú mörk en vopnin snerust í höndum þeirra og ÍBV náði yfirhöndinni á ný. Sigurinn var í höfn og í stöðunni 22:14 þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var flestum af varamannabekk ÍBV skipt inná. Eyjastúlkur unnu fyrir þessum sigri, sem byggðist að langmestu leyti á sterkri vörn er hélt allan leikinn. Það eru engin ný sannindi að slíkt er oftast lykill að sigri og þegar svo sóknarleikurinn var ágætur ásamt góðri markvörslu var fátt sem gat komið í veg fyrir sigur því sama var ekki uppi á teningnum hjá hinu liðinu. Einnig munaði um að leikmenn voru greinilega vel undirbúnir og í góðu líkamlegu formi enda þarf úthald til að halda uppi góðri vörn í 60 mínútur. Allir leikmenn stóðu fyrir sínu í vörninni en í sókninni var Theodora Visokaite afar ákveðin og braust áfram og Ana Perez og Andrea Atladóttir áttu mörg góð skot. Það neyddi varnarmenn mótherjanna til að koma aðeins út og þá losnaði um Ingibjörgu Jónsdóttur á línunni og Dagnýju Skúladóttur í horninu. Gróttu/KR-stúlkur mættu ákveðnar til leiks en voru slegnar útaf laginu í sókninni og fundu sig því ekki sem skyldi í vörninni þó að hún væri oft með ágætum. Liðið var lengi að bregðast við vandanum, ekki fyrr en það þurfti að vinna upp nokkurra marka mun, sem var því ofviða.

Þó að leikurinn hafi aldrei komist á spennustigið vegna yfirburða ÍBV var hann aldrei leiðinlegur og tefla Eyjamenn fram einu skemmtilegasta kvennaliði sem sést hefur til hér á landi. Oft er taugatitringur í liðum fyrir þessa leiki en það var eins og ÍBV liðið hafí ekki haft neinar áhyggjur af því. Leikmennirnir spiluðu allir mjög vel, varnarleikurinn skipti miklu og á bak við varnarmúrinn er besti markvörður landsins. Sóknarleikurinn gekk líka mjög vel fyrir sig og erfitt að taka einhvern einn leikmann út en frammistaða Theodoru Visokaite, sem kom inn í byrjunarliðið var eftirtektarverð án þess að hallað sé á liðsheildina.

Mörk IBV: Theodora Visokaite 6, Ana Peréz 6/3, Dagný Skúladóttir 5, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Andrea Atladóttir 2.

Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 14, Iris Sigurðardóttir 1.

-Lítil mótstaða kom á óvart

„Þetta kom okkur mjög á óvart hversu litla mótspyrnu við fengum," sagði Andrea Atladóttir í samtli við Fréttir eftir leikinn. „Ég held að það sem skildi liðin fyrst og

fremst að var það hversu vel undirbúnar við vorum. Það var engin taugaveiklun í liðinu, við vorum með kollinn í lagi og þá gengur allt upp. Þær virtust vera stressaðar og það er mjög erfitt. Við unnum þetta hins vegar fyrst og fremst á sterkri vörn, þær komust hvorki lönd né strönd gegn okkur í fyrri hálfleik en svo var maður alltaf að bíða eftir slæma kaflanum. Við töluðum um það í hálfleik að það væri kannski bara ágætt að sleppa honum í þetta skiptið og það gerðum við," sagði Andrea.

-Þær áttu aldrei möguleika

Dagný Skúladóttir var að fagna sínum fyrsta titli í meistaraflokki um helgina og hún sagði í samtali við Fréttir að Grótta/KR hefði í raun aldrei átt möguleika í leiknum. „Við náðum tökum á þeim strax frá fyrstu mínútu. Varnarleikurinn var sterkur og okkur gekk mjóg vel í sókninni. Við komum vel undirbúnar og kerfin voru að virka hjá okkur. Andlega hliðin var líka í lagi, við komum mjög ákveðnar til leiks en ætluðum samt sem áður fyrst og fremst að njóta þess að spila úrslitaleik. Þetta var mun auðveldara en við áttum von á, þær komu bara alls ekki tilbúnar til leiks og við nýttum okkur það," sagði Dagný.

- Bjóst við þeim grimmari

„VIÐ lögðum grunninn að þessum sigri fyrsta korterið því eitt mark hjá þeim eftir það er ekki mikið,“ sagði Eyjastúlkan Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði ÍBV í samtali við Morgunblaðið en Ingibjörg stóð fyrir sínu í vörninni og vann vel fyrir sóknina hinum megin. „Vörnin small saman og við fengum hraðaupphlaup enda lögðum við upp með að loka vörninni og ná að spila hratt. Það gekk eftir en ég bjóst við þeim miklu grimmari.“  Ég var bara smeyk um tíma þegar þær breyttu í framliggjandi vörn og við þurftum nokkrar mín- útur til að ná tökum á því en svo var sigurinn aldrei í hættu. Þær reyndu þá að taka tvo úr umferð en við erum með góða einstaklinga svo það gekk ekki upp,“ bætti Ingibjörg við og var ánægð með undirbúning liðsins. „Þjálfarinn sagði að við hefðum meiri reynslu en hann í svona leikjum og það værum við sem yrðum inni á vellinum. Það hefur ekki verið neitt stress í kringum þennan leik, við komum með Herjólfi daginn fyrir leik. Við erum búin að vinna okkar heimavinnu og Erlingur hefur undirbúið þennan leik vel.“ Ingibjörg fékk einnig verðlaunapening fyrir bikarsigurinn í fyrra en var þó ekki að spila, heldur til aðstoðar á bekknum, komin átta mánuði á leið. „ Það var erfiðara að vera á bekknum en að spila núna en samt var skemmtilegra að spila og mér finnst ég eiga meira í þessum bikar,“ sagði Ingibjörg og hampaði bikarnum.

-Vissi að við gætum haldið út hraðan leik

„Ég var aldrei örugg með sigurinn, sama hvernig staðan var, því þegar við vorum fimm mörkum yfir var ég viss um nú færi allt að klikka – það þurfti því að hafa varann á og við misstum aldrei tökin á leiknum,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, markvörður Eyjastúlkna, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. „Við ætluðum að spila harðan leik og hratt því við erum snöggar og í góðu líkamsformi og vissum að við gætum haldið út leikinn þannig. Svo ætluðu útlendingarnir okkar svo sannarlega að vinna titil á Íslandi og það kom sér mjög vel.“ Vigdís sagði leikmenn jafnvel of rólega fyrir leikinn. „Leikurinn var mun erfiðari andlega en líkamlega því stressið var mikið og þá helst yfir því hvað við vorum lítið stressaðar en við hlökkuðum mikið til og leikgleðin var mikil, sem skilaði okkur langt. Í raun vorum við fáar sem lékum í fyrra en aftur á móti höfum við flestar reynslu úr erfiðum leikjum og eins er með útlendingana okkar. Nú er kominn einn sigur sem við vorum búnar að lofa stuðningsmönnum okkar en það er ekki nóg og við stefnum nú að því að vinna tvöfalt.“

-Við höfum gaman að þessu

Ég bjóst ekki við jafnari leik og þetta var sannfærandi allan tímann,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjastúlkna, í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn. „Ég var reyndar farinn að örvænta yfir því að við værum komin með alltof mikið forskot í byrjun því oft byrja lið vel en síðan kemur bakslag – maður veit að í svona leik gefast hinir aldrei upp því það er ekki neinn leikur daginn eftir sem hægt er að vinna tapið upp. Og eins og Íslendingar gera svo oft biðum við eftir þessum „slæma“ kafla en það er greinilega minna um það í dag, hvort sem var í leiknum hjá okkur eða hjá landsliðinu á Evrópumótinu. Við höfðum ekki hugsað okkur að reyna að stinga þær af í byrjun en héldum okkar dampi allann leikinn og það gerði útslagið að varnarleikurinn var góður allan tímann. Ég átti von á að Grótta/KR færi fyrr í 3–2–1-vörn, til dæmis eftir leikhlé, en þjálfari þeirra vildi líklega sjá hvort sama vörn myndi skila sér.“ Erlingur hefur ekki áður unnið bikarúrslitaleik en sagði að reynsla Eyjastúlkna í því hefði dugað. „Ég gat því ekki miðlað bikarreynslu til þeirra, frekar að þær segðu mér til. Ég vissi þó hvernig átti að stilla upp í leiknum og hef leitað upplýsinga víða, margir hafa hjálpað mér og sent mér punkta og ég er þeim þakklátur. Það er greinilega allt annað skipulag hjá okkur núna, við fórum yfir það og fannst ekki nógu gott. Í dag má sjá að þetta er að koma því þó að varnarleikurinn hafi áður verið í lagi var sóknarleikurinn það ekki. Svo skiptir heppni alltaf einhverju máli. Við settum okkur það markmið að ná í titil, hvaðan sem hann kæmi. Nú er einn kominn og pressan því farin af okkur og við höfum gaman af þessu,“ bætti þjálfarinn við.  

Fagnað sem hetjum

Mikill mannfjöldi tók á móli nýkrýndum bikarmeisturum ÍBV í kvennahandboltanum þegar liðið kom með Herjólfi á laugardagskvöldið eftir frækilegan sigur á Gróttu/KR í Laugardalshöllinni. Skotið var upp flugeldum þegar Herjólfur lagðist að bryggju. Erfitt er að gera sér grein fyrir þvf hvað margir vom á bryggjunni þegar Herjólfur kom en hópurinn var myndarlegur og fagnaði hann stúlkunum innilega bæði með bílflautum og lófaklappi. Fyrst vom þær leiddar upp á pall framan við afgreiðslu Herjólfs. Þegar skipið kom inn höfnina var kveikt á blysum á Skansinum en flugeldum var skotið upp á Friðarhafnarbryggjunni þegar skipið lagðist að bryggju. Formenn ÍBV-íþróttafélags Þór Vilhjálmsson, IBV-héraðssambands Birgir Sveinsson og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri ávörpuðu stelpumar, þjálfara og stjórn og afhentu þeim blóm. Sérstaka athygli vakti myndarlegur blómvöndur frá Haukum en karlalið þeirra varði bikarmeistaratitil sinn þegar það burstaði Fram. Einnig sagði Þorvarður Þorvaldsson nokkur orð og þakkaði hann frábæran stuðning Eyjamanna. Eyjamenn sýndu leikmönnum, þjálfara og stjóm kvennahandboltans mikinn sóma með því að taka þátt í móttökuathöfninni. Er það að verðleikum því fátt ber betur hróður Eyjanna út á við en góður árangur í íþróttum. 

Takk fyrir okkur, Eyjamenn

Stuðningurinn í Laugadalshöllinni og þegar við komum með bikarinn til Eyja með Herjólfi var ólýsanleg. Að sjá allt fólkið sem var saman komið þrátt fyrir smá kulda var yndislegt og yljaði okkur um hjartarætumar. Við sýndum hvers við Eyjamenn eru megnugir er við leggjumst öll á árarnar, þá getur enginn stöðvað okkur. Laugardagurinn 16. febrúarsl. líður okkur seint úr minni og viljum þakka öllum Eyjmönnum fyrir frábæran stuðning. Fyrirtæki, einstaklingar og Vestmannaeyjabær sem lögðu sitt til að gera þennan dag mögulegan.

Baráttan heldur baráttan áfram, er við fáum næst Fram í heimsókn. Við þurfum á kröftum ykkar að njóta þá. Okkur þætti vænt um, ef Eyjamenn myndu fjölmenna í ljónagryfjuna okkar og sýna stuðning sinn enn frekar í verki. Full Höll segir allt sem þarf. Fyllum því Höllina og fögnum saman bikamum sem við öll eigum. Við erum ekki södd, við eigum góða möguleika á einum bikar í viðbót en til að svo verði þurfum við ykkar stuðning eins og áður. Við vonum að Eyjamenn séu ekki sadder frekar en við og mæti á næstu leiki og leggi okkur lið að landa Íslandsmeistaratitlinum til Eyja, þar sem hann á heima. Munið nk. föstudag kl. 20 ÍBV - Fram, komið og sýnið í verki stuðning ykkar.

Handboltastelpur ÍBV, Bikarmeistarar 2002, Bikarmeistarar 2001, Meistarar meistaranna 2000, Íslandsmeistarar 200

Góður árangur hjá þeim ungu

Um helgina fóru fram úrslit í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu hjá yngri flokkunum og átti IBV þrjú lið á meðal þeirra bestu. Annar flokkur karla náði bestum árangri og endaði í þriðja sæti en annar flokkur kvenna endaði í því fjórða og fjórði flokkur karla endaði í því sjötta. Annar flokkur endaði undanriðilinn í öðru sæti og spilaði því gegnSkagamönnum í undanúrslitum. Þar voru strákarnir meira en lítið óheppnir að vinna ekki en leikurinn endaði með sigri IA, 3-2 og því varð IBV að spila um bronsið. Þar spiluðu strákarnir mjög vel og þrátt fyrir að vera einum færri nánast hálfan leikinn þá sigruðu þeir Breiðablik 5-3.

2. flokkur kvenna náði einnig mjög góðum árangri en liðið endaði í fjórða sæti. I undanriðlinum endaði liðið í öðru sæti á eftir Valstúlkum. Í undanúrslitum spilaði liðið gegn KR en ÍBV steinlá 6-1. í leik um þriðja sætið mætti ÍBV Val í annað sinn og tópuðu Eyjastelpur fyrir þeim á ný 6-1.

Fjórði flokkur karla endaði í þriðja sæti í undanriðlinum og spilaði því strax um fímmta sætið í íslandsmótinu. Þar töpuðu strákarnir fyrir KR7-1. 

Fótboltinn farinn að rúlla

Karlalið ÍBV spilaði um síðustu helgi tvo fyrstu leiki sína í deildarbikarnum en þá lék liðið gegn Keflavík og KA en báðir leikirnir fórufram í Reykjaneshöllinni.

Keflvíkingar höfðu fyrir leikinn verið nánast ósigrandi í þeim æfíngaleikjum sem þeir höfðu leikið fram að þessu en lokatölur leiksins urðu 1-1. ÍBV stillti upp sínu sterkasta liði en mark IBV skoraði gamli jaxlinn Ingi Sigurðsson. Í síðari leiknum fengu þeir sem ekki byrjuðu leikinn gegn Keflavík tækifæri á að sýna sig. Norðanmenn komust þremur mörkum yfir fyrir leikhlé en í seinni hálfleik náði Ingi að klóra í bakkann og lokatölur urðu 1 -3 fyrir KA.

Kvennalið IBV er einnig komið á fulla ferð í undirbúningi sínum og lék liðið æfingaleik gegn Stjörnunni. ÍBV vann leikinn 2-0 en áður hafði liðið leikið gegn Fjölni og Haukum og unnið þá sannfærandi. 

Glæsilegur sigur á bikarmeisturunum

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka en þeir eru einnig ríkjandi Íslandsmeistarar. Gengi Haukanna hefur verið ótrúlegt í vetur, liðið hafði fyrir leikinn unnið alla leiki sína, bæði í deild og bikar og því ekki árennilegt verkefni fyrir ÍBV. Leikmenn IBV voru svekktir eftir tapið gegn IR í síðasta leik og með það í huga fóru þeir hreinlega á kostum gegn stjörnum prýddu liði gestanna. Sigur IBV var þó minni á horfðist eða 34 - 30 því aðeins fjögur mörk skildu liðin að í lokin en mestur varð munurinn tólf mörk. Leikurinn var jafn framan af allt þar til í stöðunni 6 - 6 að ÍBV skoraði fjögur mörk í röð mörk í röð og náði þannig þægilegu forskoti. I sókninni réðu Haukarnir ekkert við ÍBV í fyrri hálfleik og voru í ofanálag í hinu mesta basli með að brjóta varnarmúr ÍBV á bak aftur.

Bak við vörnina stóð svo Hörður Flóki Ólafsson sem varði alls 25 skot í leiknum. Í fyrri hálfleik bar mest á Svavari Vignissyni sem lék vamarmenn Hauka hvað eftir annað grátt, fískaði tvö vítakóst og skoraði sex mörk sjálfur. Staðan í hálfleik var 17-1 l og fátt sem benti til annars en sigur ÍB V.

Það að skora 17 mörk gegn Haukum í einum hálfleik er afrek út af fyrir sig en fylgja því eftir í þeim síðari sýnir hversu sterkt lið ÍB V er á góðum degi. I byrjun fyrri hálfleiks léku strákamir á alls oddi og náðu upp í tólf marka forskoti en þá brugðu gestirnir á það ráð að taka tvo leikmenn IBV úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur IBV töluvert. Haukamir fengu nokkur hraðaupphlaup og allt í einu var munurinn kominn niður í aðeins fjögur mörk þegar rúmlega fjórar mínútur vom eftir. En hungrið í sigur skilaði IBV fjórum mörkum áður en yfir lauk og lokatölur 34-30 sigur á liði sem hafði ekki tapað nema tveimur stigum í deildinni þennan veturinn.

Svavar Vignisson sagði í samtali við Fréttir eftir leikinn að rétta stemmningin hefði verið til staðar núna. „Þetta er einfaldlega spuming um hvernig við komum stemmdir til leiks. Það vantaði alla stemmningu þegar við spiluðum gegn ÍR og við vorum andlausir bæði fyrir leik og í honum sjálfum. Það voru ekki bara við leikmennirnir sem klikkuðum heldur allir í kringum liðið. Við unnum okkur út úr þessum vandræðum eins og sást best í þessum leik. Ef rétta stemmningin næst ekki upp gegn Haukum þá er eitthvað mikið að. Við ákváðum allir sem að liðinu koma að sýna þeim hvað við erum með sterkt lið. Við reyndar misstum forskotið niður og ég neita því ekki að það hefði verið skemmtilegra að senda þá heim með tíu marka tap á bakinu en við sættum okkur alveg við sigurinn. Núna verðum við bara að halda áfram á sömu braut og vinna okkur upp töfluna."  

Aldrei spurning hjá bikarmeisturunum

Kvennalið ÍBV tók á móti Fram í fyrsta leik sínum í Íslandsmótinu eftir að hafa sigrað í úrslitaleik bikarkeppninnar helgina áður en leikur liðanna fór fram. Leikir sem þessi eru oft erfiðir því erfitt getur verið að ná upp stemmningu innan liðs sem er nýkomið úr stórleik og einnig átti ÍBV að öllu eðlilegu að sigra Fram. Stelpurnar stóðust þessa pressu með glans og lokatölur leiksins urðu 33 - 20.

ÍBV byrjaði leikinn af krafti og augljóst að stelpumar ætluðu ekki að lenda í neinum vandræðum með Ieikinn. Heimastúlkur skoruðu hvorki fleiri né færri en átta fyrstu mörk leiksins áður en Framarar náðu að svara fyrir sig á tólftu mínútu leiksins.

Eftir það var leikurinn í jafnvægi út fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 17-11 fyrir ÍBV. Þessi munur hélst svo í upphafi síðari hálfleiks en þá fóm varamennimir að týnast inn á og þeir áttu heldur betur eftir að bæta forskotið. Mestur varð munurinn fimmtán mörk en undir lokin náðu Framara að minnka muninn aftur niður í þrettán mörk, 33-20. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með átján stig, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka en stelpurnar eiga einn leik inni.

Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 7, Ana Perez 6/3, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 6, Ingibjörg Jónsdótfir 5, Bjamý Þorvarðardóttir 3, Aníta Ýr Eyþórsdóttir 2/1, Theodora Visokaite 2, Isabel Ortiz 1, Hildur Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16, Íris Sigurðardóttir 1/1.

MARS: 

Kjartan í Brasilíu

Kjartan Antonsson, miðvörðurinn sterki í liði IBV, í Brasilíu með íslenska landsliðinu þar sem liðið leikur gegn heimamönnum. Kjartan hefur ekki verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og hann á aðeins einn landsleik að baki þó svo að margir

hefðu vilja sjá hann oftar í hópnum. Íslenska landsliðið er að mestu skipað leikmönnum sem spila hérlendis en þess má geta að Eyjapeyinn Sigurvin Ólafsson, sem nú spilar með KR, er einnig í landsliðshópnum. Ferðalagið er töluvert fyrir strákana, alls voru þeir tæpa átján klukkutíma í flugvél á leiðinni út og annað eins bíður þeirra þegar haldið verður heim á leið. Ísland hefur einu sinni áður mætt

Brasilíu, þá einnig ytra og tapaðist sá leikur 3-0 en þá var Hlynur Stefánsson í íslenska liðinu og fór létt með Ronaldo að eigin sögn.

Kjartan meiddist á nára í Brasilíu en Venni kom inn á tæpum hálftíma fyrir leikslok.

Óvænt tap á heimavelli

ÍBV tók á móti Víkingum á heimavelli í byrjun mars mánaðar. Fyrir leikinn var

ÍBV í þriðja sæti deildarinnar en Víkingar í því sjötta, níu stigum á eftir ÍBV. Áttu því flestir von á frekar fyrirhafnarlitlum sigri heimaliðsins. En gestimir voru með annað í huga og eftir að liðin höfðu skiptst á að skora í upphafi leiks tóku Víkingar sig til og

náðu fimm marka forystu áður en flautað var til leikhlés, 9-14. Í seinni hálfleik náði ÍBV að klóra í bakkann og allt leit út fyrir að heimastúlkur væru að ná yfirhöndinni en þá misstu þær flugið aftur og þegar þrjár mínútur voru eftir voru Víkingar þremur mörkum yfir. En með mikilli baráttu náðu Eyjastúlkur að minnka muninn niður í eitt mark og fengu svo tækifæri á að jafna þegar tuttugu sekúndur voru eftir en afar óagaður leikur hjá þeim varð til þess að það tókst ekki og Víkingar sigruðu því

með 23 mörkum gegn 22. IBV lék mjög illa í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hvorki geta né áhugi virtist vera til staðar hjá leikmönnum. Varnarleikur

liðsins hefur aldrei verið verri og markvarslan var engin. Sóknarleikur liðsins var hugmyndasnauður allan leikinn og á meðan varnarleikurinn og markvarslan skánaði þegar leið á leikinn var sóknarleikurinn akkillesarhæll liðsins. Erlingur Richardsson í sagði í samtali við Fréttir eftir leikin að ekki væri mikið hægt að segja um leikinn.

„Við vomm að spila mjög illa, sérstaklega í fyrri hálfleik en eins og ég sagði við stelpurnar þá erum við ekki enn búin að ná því að vera gott lið. Svona leikir eru ekki einkenni góðra liða. Það koma oft svona leikir eftir bikarúrslitaleik. Haukar töpuðu öðrum leik sínum eftir úrslitaleikinn í karlaboltanum og við gerum það líka en það var einfaldlega engin stemmning í hópnum og margir leikmenn ekki tilbúnir í leikinn. Mér er í raun alveg sama hvar ég enda í deildinni svo lengi sem ég fæ liðið til að spila vel í hverjum leik en á meðan það tekst ekki er nauðsynlegt fyrir okkur að ná

öðru sætinu." Mörk ÍBV: Ana Peréz 13/3, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Andrea Atladóttir 3, Theodora Visocaite 3. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 8, Íris Sigurðardóttir 2.

Lítið gekk í mars

Í mar lék karlalið ÍBV fimm leiki í Esso deildinni en af þessum fimm leikjum sigraði liðið aðeins einn. Fyrsti leikur marsmánaðr var gegn Fram í Framheimilinu með hagstæðum úrslitum þar hefði liðið komist í fjórða sæti deildarinnar en sú varð rauninn ekki. ÍBV lék illa í fyrri hálfeik, fékk mikið af mörkum á sig og þurfti að elta andstæðinginn uppi í seinni hálfleik.  Lokakaflinn í leiknum var svo æsispennandi þar sem Framarar voru alltaf á undan að skora en IBV jafnaði jafnharðan. Framarar skoraðu sigurmarkið hálfri mínútu fyrir leikslok en voru

reyndar stálheppnir að sigra því undir lokin átti Mindaugas þrumuskot sem small í þverslánni og þar með var leikurinn úti, lokatölur 27-26. Þrátt fyrir tap héldu strákarnir fimmta sætinu.

Þann 6. mars tóku strákarnir á móti Aftureldingu en gestirnir voru sæti ofar en Eyjamenn, mikið var því undir í leiknum. Strákunum tókst að landa sigri eftir jafnan leik en ÍBV seig fram úr á lokakaflanum og nældu sér í mikilvæg stig. Lokatölur urðu 32-28 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15-15. Arnar Pétursson, fyrirliði ÍBV sagði í samtali við Fréttir að þrátt fyrir sigurinn þá megi enn gera betur. „Það er ekki nógu gott hjá okkur hvað við erum að fá á okkur mikið af mörkum en þetta hefur þokast í rétta átt að undanförnu. Við reyndar skorum mikið á meðan en þetta er eitthvað sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þetta var hörkuleikur enda era þeir með hörkulið og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Þetta voru mjög mikilvæg stig sem við fengum því þetta var spuming um fímmta eða níunda sætið. Þetta er orðið svo jafnt þarna um miðja deild að einn ósigurgeturjafnvel sent okkur út úr úrslitakeppninni."

Leikjadagskráin var þétt þremur dögum eftir sigur á Aftureldingu lá leiðin norður. Leiknum var síðar frestað um einn dag. Strákarnir voru rasskelltir fyrir norðan en þeir náðu aldrei takti í leiknum, lentu strax undir og áttu í raun aldrei möguleika gegn frískum Þórsurum. Þór sigraði í Viku síðar komu FH-ingar í heimsókn. Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks náði ÍBV góðum leikkafla og var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Allt leit svo þokkalega út í upphafi þess síðari, IBV komst mest fjórum mörkum yfir en um miðjan hálfleikinn breyttist staðan úr 20-17 í 20-22 og leikmenn IBV enn að klóra sér í hausnum. Eftirleikurinn var gestunum auðveldur, þeir spiluðu skynsamlega á lokakaflanum þegar ÍBV gerði harða hríð að þeim og því voru það FHingar sem sigruðu sanngjamt með tveimur mörkum 27-29. Fjórði tapleikurinn á heimavelli staðreynd.

Þann 23. mars heimsóttu Eyjamenn Gróttu/KR í mikilvægum leik. Leikurinn var jafn allan tímann en ÍBV hafði ávallt undirtökin í fyrri hálfleik. Liðið náði m.a.s. þriggja marka forystu 4 - 7 en heimamenn náðu að jafna í 8-8. Aftur náði ÍBV góðum spretti og staðan í hálfleik var vænleg, 11-13 fyrirÍBV. I seinni hálfleik náði IBV að halda forystunni til að byrja með en um miðjan hálfleikin jöfnuðu heimamenn og komust svo í kjölfarið þremur mörkum yfir 21-18. Lokamínúturnar voru svo æsispennandi, ÍBV náði að jafna leikinn og fékk í næstu sókn víti og gat komist yfir en vítið fór forgörðum eins og öll fimm víti IBV í leiknum. Heimamenn skoruðu svo sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka, lokatölur 23-22. Strákarnir eru enn í 10. Sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Þór sem vermir 8 sætið.

Sigur og tap hjá strákunum

Meistaraflokkur karla í knattspymu lék tvo leiki fyrstu helgina í mars í deildarbikarkeppninni og fóm báðir leikimir fram í Reykjaneshöll. Fyrri leikurinn var gegn Grindvíkingum en þar situr Bjarni Jó- hannsson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, við stjórnvölinn. Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með IBV og sigmðu 3-1 eftir að hafa komist í 3-0. Mark ÍBV: Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Seinni leikurinn fór svo fram á sunnudeginum og þá var leikið gegn 1. deildarliði Dalvíkinga. Alls voru skoruð átta mörk í þeim leik, Dalvíkingar skoruðu þrjú en IBV fimm og nældu Eyjapeyjar því sér í sín fyrstu stig í keppninni. Staðan í hálfleik var 5-0. IBV er sem stendur í sjöunda og næst neðsta sæti B-riðils með þrjú stig eftir fjóra leiki en fjögur lið komast áfram úr riðlinum. Mörk ÍBV: Gunnar Heiðar 3, Atli Jóhannsson 2.

Glæsilegur árangur 6. flokks

Helgina 9-10 mars náðu stúlkurnar í sjötta flokki ÍB V glæsilegum árangri á turneringu í Reykjavík. Komu bæði a og b-lið taplaus til baka með tvo bikara meðferðis. A-liðið keppti fjóra leiki, sigraði þá alla með nokkrum mun. B-Iiðið keppti sex leiki, sigraði fimm og gerði eitt jafntefli, gegn ÍR. Árangur stúlknanna var glæsilegur og er þetta önnur turneringin í röð sem liðið kemur taplaust til baka. Það er línumaðurinn sterki í IBV Svavar Vignisson sem þjálfar stúlkurnar.

Dapurt gengi

Þriðji flokkur karla lék tvo leiki aðra helgina í mars og fóru þeir báðir fram á Reykjavíkursvæðinu. Fyrst mættu þeir Aftureldingu og töpuðu 33-18 en markahæstir í þeim leik voru þeir Magnús með fimm mörk og Jens, Benedikt og Sindri með þrjú. Seinni leikurinn var svo gegn Gróttu/KR og þar töpuðu strákamir einnig og nú með níu mörkum 29-20. Jens var langmarkahæstur í liði ÍBV með tíu mörk.

Unglingaflokkur lék einn leik þessa helgi en stelpumar töpuðu fyrir FramB 22-16.

Annað sætið innan seilingar

ÍBV mætti Stjörnunni nánast í hreinum úrslitaleik um annað sætið í deildinni. Þó bæði lið eigi enn möguleika á efsta sætinu verður að teljast ólíklegt að Haukarnir misstígi sig. Leikurinn var jafn til að byrja með en eftir tíu mínútna leik átti ÍBV góðan leikkafla og í sundur dró með liðunum. Munurinn í hálfleik var þrjú mörk, 10-13 fyrir ÍBV. Eyjastúlkur gerðu svo út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks og breyttu stöðunni úr 10-13 í 20-13. Stjörnustúlkur náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin en lokatölur urðu 20-26 fyrir ÍBV. Ingibjörg Jónsdóttir sagði í samtali við Fréttar að í raun hefði lítil mótspyma Stjömunnar komið sér á óvart. „Við vorum í raun ekki að sýna neinn toppleik en mér fannst þær einfaldlega vera þungar. Við erum með meira léttleikandi lið á meðan þær treysta á reynsluna. Við keyrðum einfaldlega yfir þær á hraðanum. Ég hafði eiginlega aldrei áhyggjur af því að tapa þessum leik því á meðan varnarleikurinn og markvarslan er í lagi hjá okkur þá eiga liðin í deildinni ekki möguleika á móti okkur. Núna eigum við tvo leiki eftir, útileik gegn Val og svo heimaleik gegn KA/Þór og við verðum einfaldlega að vinna þessa leiki ef við ætlum okkur annað sætið. Það er í okkar höndum og við ætlum okkur heimaleikjaréttinn í úrslitunum."

Mörk ÍBV: Theodora Visokaite 8, Dagný Skúladóttir 6, Ana Perez 4, Ingibjörg Jónsdóttir 2, Andrea Atladóttir 2, Anita Eyþórsdóttir 1, Isabel Ortiz 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16. 

Jöfnunarsjóður samþykktur

Helgina 9-10 mars fór fram ársþing HSÍ en fátt markvert gerðist á því þingi. Það sem helsl vakti athygli var að ákveðið hefur verið að koma á jöfnunarsjóði til styrktar liðum á landsbyggðinni. Reyndar var tillagan samþykkt með töluverðum breytingum þannig að nú greiðir hvert lið í efstu deild heilar 50

Vorfagnaður ÍBV í Reykjavík

Föstudaginn 22. mars munu leikmenn meistaraílokks karla í knattspyrnu halda árlegan vorfagnað í Sameign iðnaðarmanna, Skipholti 70 Reykjavík. Að þessu sinni mun skemmtunin verða með breyttu sniði þar sem báðum kynjum er heimilaður aðgangur, enda kominn tími til að blása lífí í skemmtunina. Veislustjóri verður alþingismaðurinn Lúðvík Bergvinsson og húsið opnað kl. 19.00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, meðal annars skemmtiatriði að hætti leikmanna IBV, ræðumann kvöldsins úr þingheiminum, stórglæsilegt sjávaréttahlaðborð og alvöru Eyjastemmningu.

Handknattleiksdeild kvenna með verslun á Netinu

Handknattleiksdeild kvenna hefur keypt netverslun þar sem seldar verða vörur frá Pharmanex og Nu Skin og Big Planet. Bjami G. Samúelsson er umboðsmaður fyrir þessar vörur en handknattleiksdeildin fær 33% í sölulaun af netverslunni. í upplýsingabæklingi frá Pharmanex segir að fyrirtækið sérhæft sig í framleiðslu á vítamínum, fæðubótarefnum og náttúrulyfjum sem byggja á 1000 til 3000 ára gamalli hefð og nútíma vestrænum vísindum. Pharmanex framleiðir vömr eins og Life Pak, Tegreen 97 og Cordy Max. Nu skin eru snyrtivörur fyrir húð og hár. Má nefna hreinsivörur, rakakrem, maska og gel fyrir andlit ásamt vörum fyrir líkamann eins og húðmjólk og komakrem. Einnig eru hársnyrtivörur í miklu úrvali.

Tveir tapleikir

Helgina 15-17 mars fóru fram tveir leikir hjá unglingaflokki kvenna en þær fengu Fylki í heimsókn. Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn og þar unnu Fylkisstúlkur nokkuð sannfærandi 15-21. Seinni leikurinn fór svo fram daginn eftir og enn voru það gestirnir sem báru sigur úr býtum, nú 21-26.

Öruggt gegn FH

ÍBV spilaði gegn hálfgerðu B-liði FH-inga þann 16. mars en leikur liðanna fór fram á gervigrasinu í Kaplakrika. Eyjamenn sigruðu nokkuð ömgglega, 4-0 þar sem Gunnar Heiðar skoraði tvö, Jón Helgi eitt en ekki er vitað hver skoraði fjórða mark ÍBV.

Gunnar Berg góður

Um helgina fór fram fjögurra landa mót í handknattleik karla í Danmörku. I íslenska landsliðinu var Eyjamaðurinn Gunnar Berg Viktorsson, en hann spilar sem kunnugt er með franska stórliðinu Paris St. Germain. Gunnar stóð fyrir sínu með liðinu, var m.a. markahæstur í tveimur síðustu leikjum liðsins, gegn Póllandi og Danmörku og hefur þar með vakið á sér athygli.

Fjórir á úrtaksæfingu

Fernt var við úrtaksæfingar með íslensku unglingalandsliðunum sem haldnar voru um miðjan mars. Í U-19 ára liðinu var Elva Dögg Grímsdóttir og með U-17 ára landsliðinu voru bæði Karitas Þórarinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, sem reyndar spilaði með U-19 ára liðinu á síðasta árí. Þá var Ólafur Þór Berry einnig við æfingar en hann var með U-17 ára landsliðinu en riðill Íslands í undankeppni EM fer fram hér á landi í lok september.

Íris ekki með í sumar

Kvennalið ÍBV hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir komandi átök í sumar en Íris Sæmundsdóttir, ein albesta knattspyrnukona landsins hefur tilkynnt að hún muni ekki spila með ÍBV í sumar. Ástæðan fyrir því er að hún á von á barni í haust og getur eðlilega ekki spilað knattspyrnu á meðan. Íris sagði í samtali við Fréttir að hún stefndi að sjálfsögðu á það að spila með ÍBV sumarið 2003 þegar hún kemur úr barneignarfríi.

Andri á úrtaksæfingum

Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður ÍBV, Andri Ólafsson, var valinn á úrtaksæfingar í lok mars með U-17 ára landsliði Íslands. Liðið tekur þátt í æfingamóti á Spáni um miðjan apríl þannig að það er eftir miklu að slægjast.

ÍBV á Spáni

Kvennalið ÍBV hélt í æfingaferð suður til Spánar, nánar tiltekið til Riokanella, sem er á landamærum Portúgals og Spánar. Um 15 manna hópur fór út og er ætlunin að dvelja þar í rúma viku. Liðið mun líklega spila 2-3 æfingaieiki en á svæðinu munu vera fjögur önnur íslensk knattspyrnulið.

Annað sætið staðreynd

Í lok mars átti kvennalið ÍBV eftir tvo leiki, gegn KA/Þór og Val. Leikurinn gegn KA/Þór hafði verið frestað margoft og náðist loksins að spila hann. ÍBV sigraði leikinn nokkuð sannfærandi með sjö mörkum, 25-18 og héldu þar með enn í vonina um að næla sér í annað sætið. ÍBV sýndi enga meistaratakta gegn auðveldu fórnarlambi sínu en norðanstúlkur enduðu tímabilið í níunda og neðsta sæti deildarinnar. Stelpurnar í þriðja sæti deildarinnar og einu stigi á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti, ekkert annað en sigur á Val kom til greina ef ÍBV ætlaði sér annað sætið. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en þrátt fyrir það var IBV ávallt með undirtökin. Eyjastúlkur voru fyrri til að skora og voru yfir í hálfleik. I seinni hálfleik leit allt þokkalega út þar til mjög slæmur leikkafli kom hjá ÍBV og allt í einu var staðan orðin 18-15 Valsstúlkum í vil. En stelpurnar náðu að rífa sig upp úr lægðinni, skoruðu fimm mörk í röð og komust þar með tveimur mörkum yfír, 18-20. Síðustu andartökin voru svo mjög spennandi en ÍBV hélt boltanum þar til leiktíminn rann út og tryggði sér þar með annað sætið í deildinni. Þar með er öruggt að ÍBV hefur heimaleikjarétt í fyrstu tveimur umferðum úrslitanna og vonandi að stelpurnar nái að nýta sér hina nýju úrslitakeppninni sem hefst 4. apríl. Stelpurnar taka þá á móti Gróttu/KR.

APRÍL:

ÍBV Ieitar að framherja

Á heimasíðu ÍBV kom fram á upphafsdögum aprílmánaðar að liði leitaði að framherja. Ekki verða miklar breytingar á leikmannahópi ÍBV fyrir sumarið en við leitum samt að framherja og koma nokkrir til greina þar en þau mál munu skýrast á næstu vikum. Einnig erum við opnir fyrir að styrkja miðjuna þar sem margir af okkar sterkari póstum hafa meiðst að undanförnu og nægir þar að nefna Bjarna Geir, Hjalta Jóns og Unnar Hólm. Mikil umræða hefur átt sér stað víða um hvernig leikmannamál ÍBV standa. Staðan er í raun að menn eru að skoða ýmsa möguleika en stjórn knattspyrnudeildar ÍBV ætlar ekki að fara út í eitthvað sem þeir ráða ekki við fjárhagslega. En eins og áður segir skýrast þessi mál á allra næstu vikum. Nokkrum dögum síðar kom svo fram á heimasíðu ÍBV að Bjarni Geir og Unnar Hólm ættu að vera klárir í fyrsta leik eftir rúmar sex vikur.  

11-11 gefur miða

Eftirfarandi auglýsing birtist í bæjarblaðinu Fréttum fyrir stórleik ÍBV og Gróttur/KR.

Mættu í 11-11 í dag, verslaðu í matinn og þú færð frían miða í kaupbæti.

ÆTLAR ÞÚ AÐ STYÐJA STELPURNAR OKKAR TIL SIGURS?

Við ætlum að bjóða þér frítt á leikinn, allir sem versla fyrir kr. 2.000 eða meira í 11-11 í dag á milli kl.16 -18 fá gefins miða á leikinn. Nú er komið að því að styðja stelpurnar okkar til sigurs og sýna hversu megnug við erum þegar við stöndum saman.

Umgjörð leiksins verður Ijósum prýdd og margt gert fólki til gamans, ungum sem öldnum. Engar trommur verða á leiknum og reynt verður að skapa sannkallaða Eyjastemmingu. 

Bönnum trommur

Hlynur Sigmarsson úr framvarðasveit handknattleiks kvenna í Vestmannaeyjum,

sagði í samtali við Fréttir að handknattleiksráðið væri á fullu að undirbúa leikinn. „Við ætlum að tjalda öllu til í þessari úrslitakeppni þannig að þegar fólk mætir á heimaleiki IBV fær það ekki bara besta handboltann á landinu heldur líka góða skemmtun og frábæra umgjörð. Við hófum ákveðið að banna trommur á okkar leikjum, fólk hefur verið að kvarta dálítið undan þeim og við treystum á raddbönd áhorfenda. Þá ætlum við líka að beina krökkunum sem koma ekki í fylgd með fullorðnum á afmarkað svæði þannig að aðrir geti notið þess að horfa á leikinn og með þessu viljum við minnka hlaupin á krökkunum. En umfram allt viljum við fá sem flesta á leikina sem framundan eru. Stelpurnar treysta á stuðning ykkar og við vitum að Eyjamenn bregðast þeim ekki." 

Úrslitakeppninn úr sögunni

Áframhaldandi lægð var á strákunum í handboltanum í apríl. Strákarnir töpuðu gegn Fram á heimavelli 19-25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10-11 í hálfleik. Eftir tapið var allt útlit fyrir að ÍBV myndi ekki komast í úrslit Íslandsmótsins, það fékkst svo endanlegastaðfest þegar strákarnir töpuðu gegn botnliði Víkings en þeir höfðu ekki unnið leik á mótinu og voru með þrjú stig. Fyrirfram var búist við auðveldum leik en Víkingar voru á öðru máli og eftir að hafa lent sex mörkum undir tókst þeim að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og vinna fjögurra marka sigur, 23-27.

Í viðtali við Fréttir eftir leikinn segir Sigurbjörn, þjálfari ÍBV að liðið hafi lent í vondum málum og búið að tapa sex leikjum í röð. „Þetta er vitanlega jöfn deild en sjálfstraustið hefur minnkað með hverjum leik og við hreinlega klúðrum tímabilinu. Við eigum auðvitað eftir einn leik og ætlum að klára hann. Svo býst ég við að menn setjist niður og fari ytir þetta tímabil. Þetta tímabil er ekki eintómt klúður, við höfum verið að koma ungu strákunum inn í og þeir hafa verið að bæta sig með hverjum leik." 

Ágætis páskamót

Páskafríið var ágætlega notað af knattspyrnumönnum Eyjanna en þá fór fram þriggja liða páskamót á hinum „stórglæsilega" malarvelli við Löngulág. Hér á árum áður komu gjarnan hingað lið ofan af landi til að taka þátt í þessu móti en vallarskilyrði hér eru slæm og lið því ekki mjög áköf í að taka þátt í mótinu. Þrátt fyrir það þá tóku þrjú lið frá Eyjum þátt í mótinu, meistaraflokkur og 2. Flokkur ÍBV og KFS. Meistaraflokkur stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa sigrað KFS 6 - 1 og gert jafntefli við 2. flokk. Leikur KFS og 2. f lokks fór svo 4- 1 fyrir ÍBV og enduðu strákarnir því í öðru sæti mótsins.  

Landsliðsæfingar

Margrét Lára Viðarsdóttir og Karitas Þórarinsdóttir taka þátt í síðustu úrtaksæfingum íslenska U- 17 ára landsliðsins helgina 5-7 apríl. Liðið keppir á Norðurlandamóti sem verður hér á landi í júní. Þá fara Andri Ólafsson og Ólafur Berry einnig á úrtaksæfingar hjá U-17 ára karlaliðinu, reyndar í sitt hvoru lagi, annars vegar er það U-17 ára lið sem tekur þátt í Spánarmót í byrjun apríl, þar er Andri, en í hinu eru leikmenn sem eru ári yngri og hugsaðir til framtíðar. 

Andri út með U-17

Andri Ólafsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi, var valinn í landsliðshóp Íslands, leikmanna 17 ára og yngri en liðið hélt til Spánar snemma í apríl. Þar mun Island leika í æfingamóti ásamt sjö öðrum þjóðum, sem flest eru að undirbúa sig fyrir lokakeppni Evrópumótsins í enda mánaðarins. 

Steindautt jafntefli

ÍBV spilaði í B-riðli efri deildar deildarbikarkeppninnar  þann 7. apríl en þá lék liðið gegn Fram. Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal við frekar leiðinlegar aðstæður, rok og rigningu sem hafði nokkur áhrif á leikinn. Hvorugu liði tókst að finna réttu leiðina í netmöskvana og skildu þau því jöfn, 0-0. Þar með minnka vonir ÍBV um að komast áfram upp úr riðlinum verulega en þó er engin ástæða til að örvænta fyrir sumarið.

Vel heppnað fjölliðamót

Fyrstu helgina í apríl var haldið fyrsta fjölliðamótið í Eyjum en þá komu um 350 strákar í heimsókn frá 15 félögum en þeir eru allir í fimmta flokki karla. Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags, sagði að forráðamenn þeirra liða sem hingað komu hafi verið mjög ánægðir með framkvæmdina í samtali við Fréttir.

„Þetta var mjög stór „tumering" með um 350 peyja sem komu hingað og leikimir hafa örugglega verið hátt í eitt hundrað. Við reyndum að gera svolítið úr þessari turneringu þar sem hún er sú síðasta í íslandsmótinu þannig að úrslitaleikurinn var mjög flottur, ljósasýning og liðin voru kynnt fyrir leik. Núna eigum við möguleika á að fá fleiri mót hingað næsta vetur, reyndar erum við með sjötta flokk kvenna eftir tvær vikur þannig að það eru breyttir tímar með þessu glæsilega hús."

Árangur ÍBV í mótinu var ágætur en A-, B- og C-lið tóku þátt í því. 

Grótta/KR sló ÍBV óvænt út

Lið ÍBV og Gróttur/KR mættust í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitillinn þann 4. Apríl í Eyjum. Leikur liðanna var nánast eftir bókinni ef undan eru skildar síðustu tíu mínútur leiksins. IBV náði strax tökum á leiknum og smám saman jókst forysta ÍBV sem mest varð níu mörk. En það var einmitt í stöðunni 24-15 sem leikur ÍBV datt niður og lokatölur leiksins urðu 26-22.

Liðin mættust svo í öðrum leik liðanna á Seltjarnarnesi tveimur dögum síðar.     

Gróttu/KR-stúlkur komu gríðarlega einbeittar til leiks í Eyjum í gær og með frábærri liðsheild náðu þær einum óvæntustu úrslitum vetrarins í handboltanum, sigruðu ÍBV verðskuldað, 25:24, og voru yfir allan leikinn. Gestirnir gerðu fyrstu þrjú mörkin og komu heimamönnum algjörlega í opna skjöldu með frábærum varnarleik og sóknarmenn Eyjamanna vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið og í leikhléi var staðan 10:13. Gestirnir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og spiluðu hreint frábæra vörn. Þeir náðu mest fimm marka forystu og gekk hreinlega allt upp hjá þeim. En heimamenn, studdir vel af rúmlega fjögur hundruð manns, neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt mark, 18:19, um miðjan síðari hálfleik. Í þeirri stöðu fengu Eyjastelpur fjöldann allan af tækifærum til að jafna sem þær náðu ekki að nýta sér, voru ótrúlega óheppnar auk þess sem öll vafaatriði féllu gestunum í vil. Þær nýttu sér það til hins ýtrasta, skoruðu tvö mörk í röð og þá var leikurinn nánast búinn. Liðin þurftu því að mætast á ný í Eyjum í oddaleik.

Í þriðja og síðasta leik liðanna átti ÍBV ekki mikla möguleika. Gestirnir náðu strax þriggja marka forystu og héldu henni allan leikinn. Sigur þeirra var fyllilega sanngjarn og má segja að IBV haft í raun aldrei náð að sýna sitt rétta andlit í viðureignum liðanna. Lokatölur leiksins urðu 24 - 25, eftir að IBV hafði skorað þrjú síðustu mörk leiksins. 

Andri stóð sig vel

Andri Ólafsson lék  með íslenska landsliðinu skipað leikmönnum 17 ára og yngri en liðið tók þátt í æfingamóti á Spáni. Íslenska liðið spilaði þrjá leiki, tvo í riðlakeppninni sem töpuðust báðir en sigraði svo Moldavíu í leik um sjöunda sætið. Andri byrjaði alla leiki liðsins og ljóst að þessi efnilegi knattspymumaður hefur alla burði til að ná langt í framtíðinni. 

ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti

Milli jóla og nýárs fór fram æfingamót milli liða í Essodeild kvenna en þátttökuliðin voru þrjú, ÍBV, Haukar og Víkingur. Leikin var tvöföld umferð og fóru Eyjastelpur í gegnum mótið án þess að tapa leik. Úrslit leikjanna urðu þau að gegn Víkingum endaði fyrri leikurinn 26 - 21 og seinni leikurinn 28-21. Fyrri leikurinn gegn Haukum endaði með jafntefli 30 -30 en seinni leikurinn endaði með sigri ÍBV.25-21. Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari IBV sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði fyrst og fremst verið hugsuð til þess að hrista saman mannskapinn. „Við höfum auðvitað verið dreifðar um allan heim, þrjár fóru út til sinna heimalanda og austurrísku stelpurnar komu t.d. í hálfleik í fyrsta leiknum. Það var stígandi í þessu hjá okkur, í fyrsta leiknum vorum við dálítið ryðgaðar en svo náðum við tökum á þessu og lékum ágætlega það sem eftir var.


Til baka á forsíðu