Andreas Steener Iversen Haaland

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Andreas Steener Iversen Haaland var læknir Vestmannaeyinga frá 1839 til 1845. Hann var skipaður læknir í Vestmannaeyjum með sérstöku tilliti til ginklofaveikinnar sem geisaði í Vestmannaeyjum og olli dauða flestra ungbarna sem fæddust. Haaland rannsakaði ginklofaveikina af miklum áhuga og fékk 200 ríkisdala styrk frá dönsku stjórninni til kaupa á smásjá og fleiri tækjum. Hann barðist mjög fyrir að hér yrði komið upp fæðingarstofu og að konum yrði gert að skyldu að fæða börn sín þar og dvelja þar 3-4 vikur eftir barnsburð og einnig að ung stúlka úr Eyjum, Sólveig Pálsdóttir, yrði send á fæðingarstofnun í Kaupmannahöfn til þess að læra yfirsetukvennafræði. Þessari tillögu hans var hafnað og ginklofinn geisaði áfram. Haaland fluttist frá Vestmannaeyjum til Danmerkur árið 1845 og varð síðar læknir í Julianehaab á Grænlandi. Hann nam læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.