Andrés Hannesson (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. september 2020 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. september 2020 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: 250px|thumb|''Andrés Hannesson. '''Andrés Hannesson''' frá Eyvakoti á Eyrarbakka, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 1...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Andrés Hannesson.

Andrés Hannesson frá Eyvakoti á Eyrarbakka, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 1. júní 1924 og lést 20. október 2003.
Foreldrar hans voru Hannes Andrésson verkamaður, verkstjóri, síðar á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka, f. 22. september 1892 á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, d. 1. mars 1972, og kona hans Jóhanna Bernharðsdóttir frá Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja, f. þar 1. október 1896, d. 27. september 1970.

Bróðir Jóhönnu Bernharðsdóttur var
1. Ingimundur Bernharðsson verkstjóri, f. 23. júlí 1893, d. 1. desember 1968.

Andrés var með foreldrum sínum, hóf sjómennsku 14 ára.
Hann fluttist til Eyja 1942 og var sjómaður. Hann lauk vélstjóraprófi 1945 og tók pungapróf til skipstjórnar, en var lengi vélstjóri.
Andrés lét smíða bát fyrir sig á Siglufirði 1955. Var það Valur VE 279. Hann eignaðist fjóra báta með því nafni.
Eftir flutning til Reykjavíkur 1965 stundaði hann sjómennsku frá Þorlákshöfn, flutti síðan þangað.
Andrés hætti sjómennsku eftir 46 ár. Varð hann þá hafnarvörður og starfsmaður á hafnarvoginni í Landshöfninni í Þorlákshöfn og vann við það til loka starfsævinnar.
Andrés var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsráðs Þorlákshafnar á sjómannadaginn 1989.
Þau Guðleif bjuggu saman í Holti frá 1944, giftu sig í lok árs 1947, eignuðust tvö börn. Þau byggðu húsið við Birkihlíð 3 og bjuggu þar, uns þau fluttu til Reykjavíkur og síðan í Þorlákshöfn. Þar byggðu þau húsið að Setbergi 15 og bjuggu þar meðan bæði lifðu.
Andrés lést 2003 og Guðleif 2013.

I. Kona Andrésar, (31. desember 1947), var Guðleif Vigfúsdóttir frá Holti, húsfreyja, f. 13. júlí 1926, d. 27. september 2013.
Börn þeirra:
1. Vigfús Valur Andrésson, f. 20. febrúar 1945 í Holti, d. 21. júlí 2013. Kona hans Borghild E. T. Andrésson, (f. Thomsen) frá Færeyjum. Barnsmóðir hans Charlotta Vilborg Halldórsdóttir.
2. Hannes Andrésson sjómaður, f. 29. nóvember 1946 í Holti, fórst með vb. Þráni 5. nóvember 1968. {{Heimildir|


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.