Andrés Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Andrés Einarsson
Andrés Einarsson
Andrés, Gíslína og Sesselja.
Andrés, Gíslína og Sesselja.

Andrés Einarsson fæddist 22. janúar 1892 og lést 27. nóvember 1966. Hann bjó í Baldurshaga. Kona hans var Gíslína Magnúsdóttir og dóttir þeirra Sesselja.

Andrés var formaður á Soffí. Hann tók þátt í stýrimannanámskeiði haustið 1922 sem Sigfús Scheving efndi til.

Frekari umfjöllun

Andrés Einarsson frá Þórisholti í Mýrdal, vélstjóri, skipstjóri fæddist þar 22. janúar 1892 og lést 27. nóvember 1966.
Foreldrar hans voru Einar Finnbogason bóndi í Þórisholti, f. 26. júní 1863 í Þórisholti, d. 17. ágúst 1944, og kona hans Vilborg Andrésdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 21. nóvember 1865, d. 28. október 1945.

Andrés var með foreldrum sínum í Þórisholti til 1894, var fósturbarn í Kerlingardal 1895-1899, hjá foreldrum sínum í Þórisholti 1899-1904, var tökubarn í Reynisdal í Mýrdal 1904-1906, léttadrengur í Reynisholti 1906-1908, á Vatnsskarðshólum í Mýrdal 1908-1909.
Hann var vinnumaður hjá Ísleifi Guðnasyni og Sigurlaugu Guðmundsdóttur í Kirkjubæ í Eyjum 1909-1918, var hjá foreldrum sínum í Þórisholti 1918-1930, skipstjóri og síðan vélstjóri í Eyjum frá 1930.
Þau Gíslína Margrét giftu sig 1932, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Viðey við Vestmannabraut 30, þá í Heiðarhvammi við Helgafellsbraut 5, síðar í Baldurshaga við Vesturveg 5a.
Andrés lést 1966 og Gíslína Margrét 1990.

I. Kona Andrésar, (2. júlí 1932), var Gíslína Margrét Magnúsdóttir frá Gularáshjáleigu í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. júlí 1907, d. 21. maí 1990.
Barn þeirra:
1. Sesselja Andrésdóttir, f. 3. september 1931, d. 19. desember 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.