Aldís Bjarnardóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. mars 2020 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2020 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Aldís Bjarnardóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Aldís Bjarnardóttir.

Aldís Bjarnardóttir frá Selfossi, húsfreyja, kennari fæddist 7. febrúar 1929 í Bankahúsinu á Selfossi og lést 30. október 1991.
Foreldrar hennar voru Björn Sigurbjarnarson frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, S-Þing., bankagjaldkeri, ættfræðingur, f. 8. maí 1891, d 3. mars 1969, og kona hans Anna Eiríksdóttir frá Sandhaugum í Bárðardal, S-Þing., húsfreyja, f. 28. mars 1904, d. 22. september 1980.

Aldís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Héraðsskólann á Laugarvatni 1946-1948, tók íþróttakennarapróf í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni 1947, sótti íþróttanámskeið í Malmahed í Mamköping í Svíþjóð 1949, tók handavinnukennarapróf 1953.
Aldís var stundakennari við barna- og unglingaskóla Selfoss 1947-1951, kenndi sund á ýmnsum stöðum vorin 1950-1952.
Hún var kennari við Gagnfræðaskólann í Eyjum 1953-1955, Barnaskóla Selfoss 1955-1957 og 1968-1969, Gagnfræðaskóla Stokkseyrar og Gagnfræðaskóla Eyrarbakka frá 1977.
Aldís lést 1991.

I. Maður Aldísar, (28. maí 1955), er Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri, f. 25. janúar 1930 á Rauðafelli.
Börn þeirra:
1. Örn Óskarsson líffræðingur, kennari, f. 17. september 1955. Kona hans Kristín Runólfsdóttir.
2. Úlfur Óskarsson líffræðingur, skógfræðingur, f. 16. desember 1957. Fyrrum kona hans Signhildur Sigurðardóttir. Kona hans Sabina Bernholt, þýskrar ættar.
3. Hrafn Óskarsson garðyrkjufræðingur, f. 10. febrúar 1961. Fyrrum sambýliskona hans Kristrún Hrönn Gísladóttir.
4. Gerður Óskarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofustjóri, f. 16. nóvember 1963. Maður hennar Gunnar Sigurgeirsson.
5. Þrúður Óskarsdóttir húsfreyja, grafískur hönnuður, f. 4. ágúst 1969. Sambýlismaður hennar Steingrímur Dufþakur Pálsson.
6. Hreinn Óskarsson doktor í skógfræði frá Kaupmannahöfn, f. 20. október 1971. Kona hans Guðbjörg Arnardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.