Agnar Pétursson (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. apríl 2022 kl. 17:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. apríl 2022 kl. 17:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Agnar Pétursson frá Fagurhól, byggingameistari fæddist þar 14. mars 1948.
Foreldrar hans voru Pétur Pétursson frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, sjómaður, vinnuvélastjóri, múrari, f. 13. september 1924 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 9. júlí 2016, og kona hans Anna Sigurborg Guðjónsdóttir frá Fagurhól, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.

Agnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð þriðja bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1964, tók vélstjórapróf í Eyjum 1965.
Eftir flutning á Selfoss 1966 lærði hann smíðar hjá Einar Pálmar Elíasson iðnrekanda, varð sveinn 1970.
Agnar stundaði sjómennsku í Eyjum, en hefur stundað iðn sína á Selfossi og í nærsveitum.
Þau Þórey giftu sig 1967, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Selfossi. Þórey lést 2000. Agnar býr á Grenigrund 24a.

I. Kona Agnars, (31. desember 1967), var Þórey Guðjóns frá Svanhól, húsfreyja, verslunarmaður, starfsmaður á leikskóla, f. þar 1. ágúst 1944, d. 31. desember 2000.
Börn þeirra;
1. Sigrún Agnarsdóttir húsfreyja, dagmóðir, starfsmaður á leikskóla, f. 6. ágúst 1968. Maður hennar Gunnar Ingi Gunnarsson.
2. Þór Agnarsson húsasmiður, f. 14. júlí 1972. Kona hans María Kristín Magnúsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.