Adolf Óskarsson (pípulagningameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. nóvember 2021 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. nóvember 2021 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Adolf Óskarsson.

Adolf Óskarsson (Dolli) frá Hólnum við Landagötu 18, pípulagningameistari, afreksmaður í íþróttum fæddist þar 30. nóvember 1928 og lést 15. desember 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Óskar Ólafsson frá Vestari-Torfastöðum í Fljótshlíð, pípulagningameistari, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986, og kona hans Kristín Jónsdóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. þar 9. nóvember 1911, d. 1. nóvember 1992.

Börn Kristínar og Óskars:
1. Adolf Óskarsson pípulagningameistari, afreksmaður í íþróttum, f. 30. nóvember 1928 á Hólnum við Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, d. 15. desember 2008. Kona hans Ásta Vigfúsdóttir.
2. Jóna Guðlaug Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. febrúar 1930 á Hólnum við Landagötu 18, d. 15. ágúst 2006. Maður hennar Kristleifur Magnússon.
3. Aðalheiður Óskarsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1934 á Grímsstöðum. Maður hennar Þorleifur Sigurlásson.
4. Guðmunda Eygló Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1937 á Hólnum við Landagötu 18. Maður hennar Svavar Steingrímsson.
5. Kristín Ósk Óskarsdóttir húsfreyja, f. 14. október 1940 á Hólnum. Maður hennar Friðbjörn Kristjánsson.
6. Ólafur Óskarsson pípulagningamaður, f. 27. maí 1944 á Hólnum, d. 9. ágúst 1986. Kona hans Harpa Njálsdóttir Andersen.
7. Albína Elísa Óskarsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, glerlistarkona, f. 25. júní 1945 á Hólnum, d. 29. júní 2008. Maður Huginn Sveinbjörnsson.
8. Hrefna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1951 á Sj.h. Maður hennar Kristján Ingólfsson.
9. Örn Óskarsson pípulagningameistari í Reykjavík, f. 18. febrúar 1953 að Boðaslóð 27. Kona Hulda Kjærnested.
10. Guðrún Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1957 að Boðaslóð 27. Maður hennar Almar Hjarðar.

Adolf var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf snemma þátttöku í íþróttum, bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum, varð íslandsmeistari í spjótkasti. Adolf var einnig þátttakandi í félagsstarfi íþróttamanna, var fararstjóri þeirra og hvatamaður og hlaut viðurkenningu fyrir störf sín.
Adolf nam pípulagnir, varð meistari og vann við þær.

Viðurkenningar:
1. Gullmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands árið 1991.
2. Heiðursmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 2008.
Þau Ásta giftu sig 1948, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra 12 ára gamalt. Þau bjuggu í fyrstu á Bakkastíg 3, (Fúsahúsi), síðar á Heiðarvegi 50.
Þau dvöldu síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Adolf lést 2008 og Ásta 2014.

I. Kona Adolfs, (17. desember 1948), var Ásta Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1928, d. 20. febrúar 2014.
Börn þeirra:
1. Hörður Adolfsson matreiðslumeistari, f. 28. mars 1950, d. 6. október 2020. Kona hans Nanna María Guðmundsdóttir.
2. Erla Adolfsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1952. Maður hennar Jóhann Pétur Andersen.
3. Vigfús Adolfsson, f. 18. ágúst 1955, d. 21. júlí 1967 af slysförum.
4. Hilmar Adolfsson pípulagningamaður, f. 21. janúar 1960. Kona hans Ólöf Sigurðardóttir.
5. Adolf Adolfsson pípulagningamaður, f. 17. september 1962. Kona hans Júlía Henningsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.