Addý Jóna Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Addý Jóna Guðjónsdóttir.

Addý Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja fæddist 5. apríl 1935 á Bergsstöðum við Urðaveg 24 og lést 12. ágúst 2010 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson frá Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, vélstjóri, f. 1. september 1905, d. 4. mars 1994 og kona hans Marta Jónsdóttir frá Búðarhóls-Austurhjáleigu í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 6. maí 1905, d. 27. ágúst 1957.

Börn Mörtu og Guðjóns:
1. Jón Valgarð Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1931, d. 28. nóvember 2005. Kona hans Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir.
2. Addý Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hollustuverndar, f. 5. apríl 1935, d. 12. ágúst 2010. Maður hennar Hallgrímur Garðarsson.
3. Hafþór Guðjónsson lífefnafræðingur, kennari, f. 26. maí 1947. Fyrrum kona hans Þórunn Ólý Óskarsdóttir. Kona hans Þorgerður Hlöðversdóttir.

Addý var með foreldrum sínum.
Hún var við hárgreiðslunám í Reykjavík 1957, er móðir hennar lést. Hún hætti námi og flutti heim til föður síns og sá um heimilið.
Hún vann ýmis störf, á yngri árum sínum, m.a. við síldarsöltun í Eyjum og á Siglufirði. Hún var þerna og aðstoðarbryti á Herjólfi um skeið.
Addý eignaðist barn með Svavari 1958.
Þau Hallgrímur giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 25 og Illugagötu 74.
Hallgrímur lést 1981.
Þau Kristmundur giftu sig 1989, eignuðust ekki börn saman.
Kristmundur lést 1999.
Þau Jón voru saman síðustu ár hennar.
Addý bjó síðast við Lækjarsmára 6 í Kópavogi.
Hún lést 2010.

I. Barnsfaðir Addýjar var Svavar Einarsson búfræðingur, bifreiðastjóri, f. 10. nóvember 1933, d. 10. janúar 1989.
Barn þeirra:
1. Marta Guðjóns Svavarsdóttir, f. 15. júní 1958 í Eyjum. Maður hennar Jónas Þór Hreinsson.

II. Maður Addýjar, (14. mars 1962), var Hallgrímur Garðarsson frá Reyðarfirði, sjómaður, f. 23. nóvember 1940, d. 22. desember 1981. Foreldrar hans voru Garðar Jónsson úr Reykjavík, sjómaður, verkstjóri, f. 12. desember 1913, d. 5. ágúst 2001, og kona hans Sigfríð Katrín Bjarnadótir frá Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 22. júní 1909, d. 4. nóvember 1982.
Börn þeirra:
2. Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir, f. 4. apríl 1961. Barnsfeður hennar Eiríkur Óli Árnason og Ísleifur Helgi Waage.
3. Sæþór Árni Hallgrímsson, f. 31. desember 1964. Sambúðarkona hans Ingibjörg Guðjónsdóttir.
4. Berlind Halla Hallgrímsdóttir, f. 10. ágúst 1967. Barnsfeður Jóhann Ólafur Ólason og Valgeir Helgi Bragason.

III. Maður Addýjar Kristmundur Sörlason frá Gjögri í Strandsýslu, sjómaður, vélfræðingur, eigandi Stálvers, f. 21. ágúst 1929, d. 19. mars 1999. Foreldrar hans Sörli Hjálmarsson útvegsbóndi, sjómaður, fiskimatsmaður, f. 4. desember 1902, d. 1. mars 1984, og kona hans Guðbjörg Pétursdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 13. ágúst 1905, d. 26. júlí 1987.

IV. Góðvinur Addýjar er Jón Hermannsson, f. 16. nóvember 1939.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.