Aage Lauritz Petersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2019 kl. 14:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2019 kl. 14:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Aage Lauritz Petersen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Aage Lauritz Petersen verkfræðingur, símstjóri í Eyjum, síðar skattstofufulltrúi í Reykjavík fæddist 14. desember 1879 í Danmörku og lést 2. mars 1959.
Foreldrar hans voru August Ferdinand Petersen málafærslumaður í Kaupmannahöfn, f. 17. apríl 1834, d. 4. júní 1903, og kona hans Alvilda Laurine Petersen, fædd Bentzen húsfreyja, f. 10. mars 1941, d. 1895.

Aage fluttist frá Danmörku til Eyja með Guðbjörgu Jónínu heitkonu sinni 1902. Þau giftu sig 1903 í Eyjum, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, en fluttust til Eyja 1908, bjuggu á Hól, síðan á Miðstöð. Aage varð fyrsti símstjóri héraðsins.
Þau Guðbjörg skildu 1915.
Aage kvæntist Guðnýju Magnúsdóttur 1917. Þau eignuðust fjögur börn, þar af tvö í Eyjum. Þau bjuggu á Miðstöð 1919, en fluttust til Reykjavíkur.
Aage varð fulltrúi á skattstofunni í Reykjavík, bjó lengst á Bergstaðastræti 38.
Hann lést 1959 og Guðný 1975.

Aage var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1. október 1903, skildu), var Guðbjörg Jónína Gísladóttir húsfreyja frá Hlíðarhúsi, síðar á Gimli, f. 25. ágúst 1880, d. 29. nóvember 1969.
Börn þeirra:
1. Ásdís Elísabet Petersen húsfreyja, f. 19. desember 1902, d. 6. desember 1984. Maður hennar var Baldur Teitsson.
2. Ágústa Hansína Petersen Forberg húsfreyja, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur Magnússon, lést 1930. Síðari maður Ágústu var Bjarni Forberg.
3. Gísli Friðrik Petersen læknir, prófessor, f. 21. febr. 1906, d. 18. júlí 1992. Kona hans var Sigríður G. Brynjólfsdóttir.
4. Ágúst Ferdinand Petersen málari, listmálari, f. 20. desember 1908, d. 7. nóvember 1990. Kona hans var Guðný Eiríka Guðmundsdóttir.

II. Síðari kona Aages, (26. september 1917), var Guðný Magnúsdóttir húsfreyja, ritari, f. 13. ágúst 1898, d. 17. febrúar 1975. Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson pakkhúsmaður, f. 8. janúar 1864 á Torfastöðum í Grafningi, d. 9. júní 1914, og kona hans Guðrún Guðnadóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1857 á Kluft í Hrunasókn í Árn., d. 12. febrúar 1937.
Börn þeirra:
5. Stella Petersen skrifstofumaður, gift í Englandi, f. 30. september 1917 á Símstöðinni.
6. Betsy Petersen, f. 4. nóvember 1918 á Símstöðinni, d. 25. desember 1944.
7. Magnús Petersen verkamaður í Reykjavík, f. 29. október 1920, d. 19. júlí 1992.
8. Gunnar Petersen gullsmiður í Reykjavík, f. 16. janúar 1929, d. 6. október 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.