Þorsteinn Lúther Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 14:49 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 14:49 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Lúther Jónsson, 1961 til 1975. Fæddur í Reykjavík 9. júlí 1906. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, Ísleifssonar og kona hans María Guðlaugsdóttir bónda í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1934. Var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Uppsölum og lagði stund á kennimannlega guðfræði, sérstaklega sálfræði. Fékk veitingu fyrir Miklaholtsprestakalli 1934. Sat á Kolbeinsstöðum 1934 til 1936, síðan í Söðulsholti, sem þá var gert að prestssetri. Skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalliu og gendi því starfi ásamt séra Jóhanni Hlíðari til 1972. Séra Þorsteinn var prestur Vestmannaeyinga þegar eldgosið á Heimaey hófst í ársbyrjun 1973 og er Vestmannaeyingar fluttust burt frá Heimaey og vann hann mikið og gott starf fyrir þá meðan þeir dvöldu upp á fastalandinu og einnig fyrir þá sem störfuðu út í Eyjum meðan á eldgosinu stóð, og hélt með Vestmannaeyingum guðsþjónustur bæði í Eyjum og í Reykjavík og víðar. Séra Þorsteinn stundaði einnig kennslustörf meðan hann dvaldi í Vestmannaeyjum. Hann andaðist í Hafnarfirði árið 1979. Kona hans var Júlía Matthíasdóttir vélamanns að Liutluhólum í Vestmannaeyjum, Finnbogasonar.