Þorsteinn Gunnarsson (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2015 kl. 19:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2015 kl. 19:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til aðgreiningar frá alnöfnum)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn í kerru á Urðaveginum.

Þorsteinn Gunnarsson er fæddur 2. ágúst 1966 og er uppalinn í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans eru Hulda Sigurðardóttir frá Vatnsdal og Gunnar M Tryggvason. Þorsteinn á þrjú systkini, Drífu, Tryggva og Ingu Rós. Kona Þorsteins er Rósa Signý Baldursdóttir og eiga þau tvö börn. Árið 2006 eru þau búsett í Grindavík.

Þorsteinn var markmaður hjá meistaraflokki ÍBV í fjöldamörg ár og hlaut verðskuldaða athygli. Hann var um margra ára skeið blaðamaður á blaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum en starfar í dag sem íþróttafréttamaður á NFS og Sýn og hefur hann gegnt því starfi í nokkur ár. Þorsteinn hefur auk þess haldið fyrirlestra tengda íþróttum, meðal annars í Háskólanum í Reykjavík.

Á yngri árum var Þorsteinn í KFUM, var formaður nemendaráðs í Gagnfræðaskólanum og var einnig í Litlu Lúðrasveitinni.

Þorsteinn var valinn íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum árið 1985.