Þorsteinn Guðmundsson (London)

From Heimaslóð
Revision as of 18:32, 23 November 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Þorsteinn Guðmundsson frá London, sjómaður fæddist 10. ágúst 1864 á Gjábakka og drukknaði í apríl 1888.
Foreldrar hans voru Guðmundur Erlendsson formaður og lóðs í London, f. 27. júní 1839 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1875, og kona hans Una Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1939 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, d. 25. apríl 1930.

Börn Unu og Guðmundar í London voru:
1. Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 10. ágúst 1864, fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.
2. Helgi Guðmundsson, f. 18. maí 1866, d. 10. júní 1866, „dó úr uppdráttarveiki barna“.
3. Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinum, f. 19. desember 1867, d. 26. febrúar 1924.
4. Þórdís Guðmundsdóttir bústýra, vinnukona, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.
5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn. Var á lífi 1948. Hún kostaði listnám Nínu Sæmundsson (Jónínu Sæmundsdóttur), en þær voru systkinabörn. Una og Sæmundur voru systkini.
6. Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1945.

Hálfsystir Þorsteins, barn Unu og Ólafs Magnússonar var
7. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956.
Stjúpsystkini Þorsteins, börn Ólafs frá fyrra hjónabandi hans, voru:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dóróthea Ólafsdóttir kaupkona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
4. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
5. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.

Þorsteinn ólst upp með fjölskyldu sinni í bernsku, en faðir hans lést, er hann var tæpra 11 ára. Móðir hans giftist Ólafi Magnússyni 1878 og ólst Þorsteinn upp með Elsu hálfsystur sinni og flestum börnum Ólafs frá fyrra hjónabandi hans. Þórdís systir hans var hinsvegar send í fóstur til ættingja sinna í Fljótshlíð.
Þorsteinn gerðist sjómaður og var skipverji á þilskipinu Jósefínu, sem hvarf í apríl 1888.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.