Þorsteinn Ólafsson (Hjálmholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2021 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2021 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Þorsteinn Ólafsson. '''Þorsteinn Ólafsson''' frá Fornustekkjum í Nesjum, A.-Skaft., bóndi í Haga í Mjóafirði f...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteinn Ólafsson.

Þorsteinn Ólafsson frá Fornustekkjum í Nesjum, A.-Skaft., bóndi í Haga í Mjóafirði fæddist 15. maí 1862 og lést 28. október 1949 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Finnbogason, f. 1823 í Hoffelssókn, d. 22. maí 1872, og kona hans Steinunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1824 á Núpstað, V.-Skaft.

Þorsteinn flutti að Víðilæk í Skriðdal á Héraði 1883, til Mjóafjarðar 1885 frá Skriðdal og bjó í Haga þar.
Þau Sveinhildur giftu sig 1885, eignuðust fjögur börn og ólu upp tvö tökubörn. Þau bjuggu í Haga til 1907, er þau fluttu á Þórarinsstaði í Seyðisfirði. Þar var Þorsteinn í húsmennsku frá 1907.
Sveinhildur lést 1913.
Þorsteinn flutti til Eyja, var verkamaður á Kirkjuvegi 50 1930 og síðan í heimili Sigurlaugar í Eyjum frá 1914.
Hann lést í Eyjum 1949.

I. Kona Þorsteins, (26. desember 1885), var Sveinhildur Hávarðsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1861 á Jökulsá í Borgarfirði eystra, d. 25. júní 1913.
Foreldrar hennar voru Hávarður Jónsson frá Grund í Mjóafirði, f. 26. september 1826, d. 26. febrúar 1871, og kona hans Sigurlaug Sveinsdóttir frá Setbergi í Borgarfirði, húsfreyja, f. 4. febrúar 1840, d. 19. mars 1900.

Börn þeirra:
1. Ólafur Steinar Þorsteinsson. f. 19. mars 1886, d. 30. júlí 1906.
2. Sigurlaug Ágústína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1887, d. 14. desember 1974.
3. Hávarður Þórarinn Þorsteinsson, f. 14. júní 1891, d. 24. janúar 1970.
4. Jón Óskar Þorsteinsson, f. 5. september 1900, d. 8. apríl 1986.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.