Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir.

Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir frá Oddhól, húsfreyja, starfsmaður í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og Borgarspítalanum, fæddist 4. september 1920 í Ásgarði og lést 15. nóvember 2012.
Foreldrar hennar voru Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður, f. 14. október 1888 í Stekkjarhjáleigu í Hálssókn, S-Múl., d. 20. mars 1955 á Akureyri, og kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 15. ágúst 1937 í Eyjum.
Börn Ólafs og Sigurbjargar voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lyfrarsamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, iðnverkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.

Þorsteina Sigurbjörg var með foreldrum sínum til 1937, en þá lést móðir hennar.
Hún var vinnukona í Odda, Vestmannabraut 63a 1940 hjá foreldrum Ólafs Árnasonar, Árna Jónssyni og Soffíu Þorsteinsdóttur.
Þau Ólafur giftu sig 1941 og bjuggu í Odda, en 1950 byggðu þau húsið við Hólagötu 9 og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu nema um stutt skeið við Gosið, en þá bjuggu þau í Reykjavík. Hún bjó síðar á Selfossi og í Hveragerði, en að síðustu í Hraunbúðum.
Eftir barnauppeldi vann Þorsteina Sigurbjörg í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og í Gosinu á Borgarspítalanum.
Ólafur lést 1997 og Þorsteina Sigurbjörg 2012.

Maður Þorsteinu Sigurbjargar, (13. apríl 1941), var Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997.
Börn þeirra:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. mars 1997 og 24. nóvember 2012. Minning hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.