Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. nóvember 2017 kl. 11:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. nóvember 2017 kl. 11:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir.

Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir frá Oddhól, húsfreyja, starfsmaður í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og Borgarspítalanum, fæddist 4. september 1920 í Ásgarði og lést 15. nóvember 2012.
Foreldrar hennar voru Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður, f. 14. október 1888 í Stekkjarhjáleigu í Hálssókn, S-Múl., d. 20. mars 1955 á Akureyri, og kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 15. ágúst 1937 í Eyjum.
Börn Ólafs og Sigurbjargar voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lyfrarsamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, iðnverkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.

Þorsteina Sigurbjörg var með foreldrum sínum til 1937, en þá lést móðir hennar.
Hún var vinnukona í Odda, Vestmannabraut 63a 1940 hjá foreldrum Ólafs Árnasonar, Árna Jónssyni og Soffíu Þorsteinsdóttur.
Þau Ólafur giftu sig 1941 og bjuggu í Odda, en 1950 byggðu þau húsið við Hólagötu 9 og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu nema um stutt skeið við Gosið, en þá bjuggu þau í Reykjavík. Hún bjó síðar á Selfossi og í Hveragerði, en að síðustu í Hraunbúðum.
Eftir barnauppeldi vann Þorsteina Sigurbjörg í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og í Gosinu á Borgarspítalanum.
Ólafur lést 1997 og Þorsteina Sigurbjörg 2012.

Maður Þorsteinu Sigurbjargar, (13. apríl 1941), var Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997.
Börn þeirra:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. mars 1997 og 24. nóvember 2012. Minning hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.